Endurskoðun menningarstefnunnar hófst í janúar 2019 undir umsjón Körnu Sigurðardóttur með ráðgjöf frá Tinnu Guðmundsdóttur, listamanns.
Eitt veigamesta verkefni fyrri menningarstefnu var stofnun Menningarstofu Fjarðabyggðar. Karna Sigurðardóttir hefur sinnt starfi forstöðumanns Menningarstofu frá því í júlí 2017, en hún er jafnframt fyrsti starfandi menningarfulltrúinn í Fjarðabyggð. Mikið mótunarstarf hefur farið fram á síðastliðnum tveimur árum og ber ný menningarstefna þess merki.
Aðgerðaráætlun endurskoðaðrar stefnu byggir á þróunarverkefnum sem starfrækt hafa verið á síðastliðnum tveimur árum og sérstök áhersla er á menningu barna og ungmenna í stefnunni.
Stefnan er í fjórum köflum:
- Menningarþátttaka sem snýr að aðgengi og fjölbreytni.
- Börn og menningaruppeldi sem snýr að barnamenningu.
- Faglegt og framsækið starfsumhverfi sem fjallar um stuðning við listafólk og listastofnanir.
- Skapandi stjórnkerfi sem er opið fyrir nýjum hugmyndum.
Er það von Menningarstofu að metnaðarfull og samfélagsmiðuð menningarstefna leiði Fjarðabyggð inn í framtíðina með sköpunarkraft, hugmyndaauðgi og umburðarlyndi að vopni.
Menningarstefnur Fjarðabyggðar má sjá heild sinni hér: Endurskoðuð Menningarstefna Fjarðabyggðar 2019-202.pdf