Helstu framkvæmdir snéru að flísum í skel sundlaugarinnar en mikið af flísunum voru brotnar. Stór hluti framkvæmdanna hafa einnig verið í kjallara sundlaugarinnar en skipta þurfti meðal annars út sandi í sandsíum, varmaskiptum, lokum og fleiru.
Sundlaugin er að verða hin glæsilegasta en stefnt er að því að opna laugina helgina 5. – 6. maí. Verður sú opnun auglýst sérstaklega.