Fara í efni
05.03.2018 Fréttir

Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Deildu

Í ár hlutu þrír einstaklingar styrk.

Garðar Eðvaldsson er nemandi í saxafónleik sem hefur undanfarin þrjú ár verið við nám í djasssaxófónleik í Basel Sviss, þar sem hann hyggst ljúka Bachelor gráðu nú í sumar.

Jóhanna Seljan fær styrk til að sækja námskeið til Danmerkur í Complete Vocal Technique söngtækninni í Kaupmannahöfn.

Anya Hrund Shaddock fær styrk til að hefja nám við Menntaskólann í Tónlist á Rythmískri tónlistarbraut, sem leggur grunn að háskólanámi á sviði tónlistar, auk einkatíma í söngtækni hjá Vocal Arts Technique.