Óveðrið skellur á Suðurlandi í kvöld með suðaustanstormi og rigningu. Veðrið færist svo austar, snýst í suðvestanátt í nótt og bætir smám saman í. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland eystra, Austurland, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi frá miðri nótt og út allan morgundaginn. Viðbúið er að það slái í ofsaveður í þessum landshlutum og vindur geti farið yfir 50 metra á sekúndu í hviðum.
25.02.2019
Appelsínugul viðvörun fyrir Austfirði
