Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun til að ná fram þeirri framtíðarsýn.
Sóknaráætlun horfir til lýðfræðilegra þátta og eflingu mannlífs auk menningarmála, atvinnumála og umhverfismála.
Drögin verða til kynningar og samráðs í Samráðsgátt stjórnvalda til 8. nóvember þar sem tekið er á móti athugasemdum og ábendingum. Drögin má finna á meðfylgjandi slóð.