Í umsögn dómnefndar segir; "Sóley og ofurhetjan er saga um sterkustu konu á Íslandi. Í aðeins örfáum línum tekst höfundinum að vísa í Línu langsokk, gamalt ævintýri og sögur af ofurhetjum nútímans og í sameiningu bjarga persónurnar allri plánetunni, sem er auðvitað mikilvægasta verkefnið sem jarðarbúar dagsins í dag standa frammi fyrir. Þetta er virkilega hressandi örsaga!"
Nánar má lesa um Smásagnakeppnina á síðu Kennarasambands Íslands.