Fara í efni
05.01.2020 Fréttir

Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Deildu

Starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs er nýtt starf en ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs hjá Fjarðabyggð er tilkomin vegna áherslna bæjarstjórnar á eflingu sviðsins til stuðnings velferðarmála fjölskyldna á víðtækum grunni með samþættri þjónustu í öllum málaflokkum og starfsemi sviðsins. Með áherslu á fjölskyldumál á víðum grunni, forvarnarstarf og forvirkar aðgerðir í fjölskyldumálum verði náð fullri samhæfni milli teyma sem vinna sameiginlega að útfærslu fjölskyldustefnu, fræðslu- og frístundastefnu, forvarnarstefnu og jafnréttisstefnu.

Í störfum sínum sem félagsráðgjafi og hugrænn atferlisfræðingur hefur hún skipulagt faglegar og rekstrarlegar forsendur skipulagseininga. Sem sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar hefur hún unnið í stjórnendateymum Akureyrabæjar að stefnumótun og nýrri framtíðarsýn í málefnum fjölskyldna.

Við bjóðum Laufeyju velkomna til starfa!