Tillaga Guðmans var þessi: Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.
Alþjóðasamband stjarnfræðinga opinberaði nýju nöfnin þann 17. desember við hátíðlegt tilefni í París og stjarnfræðingar víðs vegar um heiminn munu því nota þessi nöfn um ókomna tíð. Í tilefni af þessu hittust nemendur og starfsmenn Eskifjarðarskóla á sal s.l. þriðjudag og afhenti Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Guðmanni viðurkenningu fyrir hugmyndaauðgi og frábæra tillögu.
Guðmanni kærlega til hamingju með heiðurinn.
Hér má sjá slóðina á nafnagiftir þjóðanna http://www.nameexoworlds.iau.org/final-results