Fara í efni

Fréttir

20.02.2020

Bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um málefni sundlaugarinar á Reyðarfirði

Málefni sundlaugarinar á Reyðarfirði hafa verið mikið rædd að undanförnu. Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag var rætt um málefni hennar og þar undistrikað að ekki hefur staðið til að loka lauginni endanlega. Aftur á móti er ljóst að laugin þarfnast talverðra lagfæringa og þeim verður ekki lokið á þessu skólaári. Á meðan þarf að tryggja skólabörnum á Reyðarfirði sundkennslu með öðrum hætti. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun vegna málsins í dag.
19.02.2020

Viðgerð lokið á Reyðarfirði

Viðgerð á Vatnsveitu Reyðarfjarðar lauk seint í nótt og nú ætti eðlilegur þrýstingur að vera kominn á um allan bæ að nýju.
18.02.2020

Vatnslaust í nokkrum götum á Reyðarfirði vegna viðgerðar

Komið hefur upp bilun í vatnsveitunni á Reyðarfirði sem er að valda því að lítill kraftur er á vatnsrennsli í Túngötu, Hjallavegi og efri hluta Heiðarvegar. Unnið er að viðgerð og þess vegna þarf að taka vatnið af við þessar götur á meðan hún stendur yfir.
17.02.2020

Dansnámskeið í Fjarðabyggð

Hefur þú gaman að því að dansa? Ertu reyndur dansari eða langar þig fyrst og fremst til að skemmta þér? Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar standa fyrir dansnámsnámskeiði í litla sal Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar frá 24. febrúar til 1. apríl.
15.02.2020

Hálka á götum og gangstéttum

Vegna mikilla umhleypinga í veðrinu undanfarið er víða hált á götum og gangstéttum í Fjarðabyggð. Unnið hefur verið að mokstri og hálkuvörnum af fullum krafti, en aðstæður eru erfiðar í slíkum umhleypingum. Íbúar eru beðnir um að fara varlega í hálkunni sem myndast þegar rignir ofan á svellin sem orðið hafa til.
14.02.2020

6. og 7. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar í Krakkasvari

Krakkar í 6. og 7. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar fengu á dögunum áskorun frá Grunnskóla Önundarfjarðar um að taka þátt í Krakkasvari á RÚV.
13.02.2020

Slæm veðurspá á morgun 14. febrúar - Skólar verða opnir

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri um allt land á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og miklum vindi. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Þeir foreldrar sem senda börnin í skóla eru beðnir að fylgja þeim til og frá skóla. Þeir foreldrar sem ákveða að börnin verði heima eru beðnir að láta viðkomandi skóla vita.
12.02.2020

Sorphirðu flýtt vegna slæmrar veðurspár

Sorphirðu verður flýtt þessa vikuna vegna slæmrar veðurspár á föstudag. Stefnt er að því að búið verði að tæma tunnur í öllum bæjarkjörnum seinni partinn á fimmtudaginn.
12.02.2020

Milljarður rís í Neskaupstað föstudaginn 14. febrúar

Dansveislan Milljarður rís verður haldin í íþróttahúsinu Neskaupstað, föstudaginn 14. febrúar á milli 12:15 og 13:00. Þar mun fólk sameinast og dansa af krafti fyrir betri heimi.
10.02.2020

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins

Mánudaginn 10. febrúar kl. 19:00 boðar Æskulýðsvettvangurinn til kynningarfundar um starfsemi sína. Fundurinn verður haldinn á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, á 2. hæð í Molanum á Reyðarfirði.
06.02.2020

Dagur leikskólans 6. febrúar 2020

Fimmtudaginn 6. febrúar er haldið upp á Dag leikskólans í 13. sinn. Í tilefni dagsins munu starfsmenn og nemendur á leikskólum Fjarðabyggðar geta ýmislegt til að gera starfsemi leikskólanna sýnilega í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.
04.02.2020

Íþróttadagur grunnskólanna í Fjarðabyggð 2020

Mikil gleði og ánægja var í Eskifjarðarskóla fimmtudaginn 30. Janúar þegar Íþróttadagur grunnskólanna í Fjarðabyggð fór fram.
01.02.2020

Ungir og efnilegir leikmenn skrifa undir hjá KFF

Á dögunum skrifaði Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) undir samninga við alls 14 leikmenn bæði drengi og stúlkur. Allir leikmennirnir sem skrifuðu undir samninga eru uppaldir hjá félögunum í Fjarðabyggð sem standa að KFF.
31.01.2020

Verð fyrir skólamáltíðir og skóladagvist lægst í Fjarðabyggð

Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins.
31.01.2020

Sorphirðudagatal 2020

Talsvert af fyrirspurnum hefur komið til Fjarðabyggðar að undanförnu vegna sorphirðudagatals fyrir árið 2020. Dagatalið hefur nú borist okkur og er það nú orðið aðgengilegt hér á vefnum og má finna hér: Sorphirðudagatal 2020. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á birtingu þess.
30.01.2020

Teflt í Grunnskóla Reyðarfjarðar í tilefni af Skákdegi Íslands

Föstudaginn 24. janúar sl. tefldu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar á skákmóti í tilefni af Skákdegi Íslands.
23.01.2020

Framlenging verksamninga um ræstingu

Á dögunum var skrifað undir framlengingu á verksamningum um ræstingu á nokkrum stofnunum Fjarðabyggðar við ræstinga fyrirtækið GG Þjónustu EHF.
21.01.2020

Kveðja til íbúa á Flateyri og Suðureyri

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 20.1.2019 var fjallað um atburðina á Vestfjörðum í síðustu viku þegar nokkur snjóflóð féllu á Flateyri og á Suðureyri. Bæjarráð sendi hlýjar kveðjur vestur vegna atburðanna og undirstrikaði um leið mikilvægi þess að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði framhaldið og fjármagn úr Ofanflóðasjóð verði verði nýtt til þess.
17.01.2020

Fjarðabyggð á Mannamóti 2020

Fjarðabyggð tók þátt í ferðasýningunni Mannamót 2020 sem haldinn var í Kórnum í Kópavogi 16. janúar. Auk Fjarðabyggðar tóku fjölmörg fyrirtæki úr Fjarðabyggð og af öllu Austurlandi þátt í sýningunni.
13.01.2020

Nýtt ábendingakerfi opnar á vefnum

Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs opnuðu formlega nýtt ábendingakerfi á vef Fjarðabyggðar að loknum bæjarráðsfundi í dag. Í hinu nýja kerfi er tekið á móti ábendingum frá íbúum Fjarðabyggðar um það sem betur má fara í þjónustu sveitarfélagsins.
13.01.2020

Gjaldfrjáls afnot bókasafna í Fjarðabyggð

Vakin er athygli á því að frá og með 1. janúar 2020 greiða íbúar Fjarðabyggðar, sem eru handhafar Fjarðakortsins, ekki árgjald að bókasöfnum Fjarðabyggðar.
06.01.2020

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu loðnuleitar

Á fundi sínum þann 6. janúar lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum. Í bókun vegna málsins skoraði bæjarráð á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stjórnvöld að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar til að hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda.
05.01.2020

Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Laufey Þórðardóttir sem ráðin var sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar í haust hóf störf nú í byrjun janúar. Laufey er félagsráðgjafi að mennt en hefur auk þess sálfræðimenntun frá Flinders University í Ástralíu.
04.01.2020

Tafir á sorphirðu í vikunni

Vegna erfiðrar færðar hefur sorphirða í Fjarðabyggð tafist í vikunni og ljóst er að frekari röskun mun verða það sem eftir er vikunnar.
31.12.2019

Brennur í Fjarðabyggð á áramótum

Áramótabrennur í Fjarðabyggð verða sem hér segir.
29.12.2019

Daði Þór Jóhannsson er Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2019

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Nesskóla í Neskaupstað sunnudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð frjálsíþróttakappinn Daði Þór Jóhannsson úr Ungmennafélaginu Leikni Fáskrúðsfirði. Daði hefur verið tilnefndur til Íþróttamanns Fjarðabyggðar alls fimm sinnum árin 2013, 2016, 2017, 2018 og nú 2019.
19.12.2019

Jólastemmning á Hulduhlíð og Uppsölum

Það hefur svo sannarlega verið mikil jólastemmning á hjúkrunuarheimilunum í Fjarðabyggð að undanförnu. Tónlistarmenn hafa heimsótt bæði Hulduhlíð og Uppsali og flutt tónlist sína fyrir heimilisfólkið.
19.12.2019

Nafnagift á fjarlægum stjörnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga fór fram nafnagift á stjörnum og fylgitunglum í ljósárafjarlægð frá jörðu. Það kom í hlut Íslendinga að gefa einni stjörnu og fylgitungli þess nafn og bárust Stjarnvísindafélagi Íslands á þriðja hundrað tillögur að nöfnum. Netkosning fór síðan fram og skemmtilegt er frá því að segja að tillaga Guðmanns Þorvaldssonar kennara við Eskifjarðarskóla um nöfn hlaut náð fyrir augum kjósenda.
18.12.2019

Sala Rafveitu Reyðarfjarðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í gær voru kaupsamningar við RARIK og Orkusöluna, um kaup á Rafveitu Reyðarfjarðar, staðfestir með sjö atkvæðum gegn tveimur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn sölunni og studdu ekki bókun sem fylgdi afgreiðslu bæjarstjórnar.