20.02.2020
Bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um málefni sundlaugarinar á Reyðarfirði
Málefni sundlaugarinar á Reyðarfirði hafa verið mikið rædd að undanförnu. Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag var rætt um málefni hennar og þar undistrikað að ekki hefur staðið til að loka lauginni endanlega. Aftur á móti er ljóst að laugin þarfnast talverðra lagfæringa og þeim verður ekki lokið á þessu skólaári. Á meðan þarf að tryggja skólabörnum á Reyðarfirði sundkennslu með öðrum hætti. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun vegna málsins í dag.




























