Fara í efni

Fréttir

17.01.2020

Fjarðabyggð á Mannamóti 2020

Fjarðabyggð tók þátt í ferðasýningunni Mannamót 2020 sem haldinn var í Kórnum í Kópavogi 16. janúar. Auk Fjarðabyggðar tóku fjölmörg fyrirtæki úr Fjarðabyggð og af öllu Austurlandi þátt í sýningunni.
13.01.2020

Nýtt ábendingakerfi opnar á vefnum

Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs opnuðu formlega nýtt ábendingakerfi á vef Fjarðabyggðar að loknum bæjarráðsfundi í dag. Í hinu nýja kerfi er tekið á móti ábendingum frá íbúum Fjarðabyggðar um það sem betur má fara í þjónustu sveitarfélagsins.
13.01.2020

Gjaldfrjáls afnot bókasafna í Fjarðabyggð

Vakin er athygli á því að frá og með 1. janúar 2020 greiða íbúar Fjarðabyggðar, sem eru handhafar Fjarðakortsins, ekki árgjald að bókasöfnum Fjarðabyggðar.
06.01.2020

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu loðnuleitar

Á fundi sínum þann 6. janúar lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum. Í bókun vegna málsins skoraði bæjarráð á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stjórnvöld að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar til að hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda.
05.01.2020

Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Laufey Þórðardóttir sem ráðin var sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar í haust hóf störf nú í byrjun janúar. Laufey er félagsráðgjafi að mennt en hefur auk þess sálfræðimenntun frá Flinders University í Ástralíu.
04.01.2020

Tafir á sorphirðu í vikunni

Vegna erfiðrar færðar hefur sorphirða í Fjarðabyggð tafist í vikunni og ljóst er að frekari röskun mun verða það sem eftir er vikunnar.
31.12.2019

Brennur í Fjarðabyggð á áramótum

Áramótabrennur í Fjarðabyggð verða sem hér segir.
29.12.2019

Daði Þór Jóhannsson er Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2019

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Nesskóla í Neskaupstað sunnudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð frjálsíþróttakappinn Daði Þór Jóhannsson úr Ungmennafélaginu Leikni Fáskrúðsfirði. Daði hefur verið tilnefndur til Íþróttamanns Fjarðabyggðar alls fimm sinnum árin 2013, 2016, 2017, 2018 og nú 2019.
19.12.2019

Jólastemmning á Hulduhlíð og Uppsölum

Það hefur svo sannarlega verið mikil jólastemmning á hjúkrunuarheimilunum í Fjarðabyggð að undanförnu. Tónlistarmenn hafa heimsótt bæði Hulduhlíð og Uppsali og flutt tónlist sína fyrir heimilisfólkið.
19.12.2019

Nafnagift á fjarlægum stjörnum

Í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga fór fram nafnagift á stjörnum og fylgitunglum í ljósárafjarlægð frá jörðu. Það kom í hlut Íslendinga að gefa einni stjörnu og fylgitungli þess nafn og bárust Stjarnvísindafélagi Íslands á þriðja hundrað tillögur að nöfnum. Netkosning fór síðan fram og skemmtilegt er frá því að segja að tillaga Guðmanns Þorvaldssonar kennara við Eskifjarðarskóla um nöfn hlaut náð fyrir augum kjósenda.
18.12.2019

Sala Rafveitu Reyðarfjarðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í gær voru kaupsamningar við RARIK og Orkusöluna, um kaup á Rafveitu Reyðarfjarðar, staðfestir með sjö atkvæðum gegn tveimur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn sölunni og studdu ekki bókun sem fylgdi afgreiðslu bæjarstjórnar.
18.12.2019

Sala á Rafveitu Reyðarfjarðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í gær voru kaupsamningar við RARIK og Orkusöluna, um kaup á Rafveitu Reyðarfjarðar staðfestir með sjö atkvæðum gegn tveimur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn sölunni og bókun sem fylgdi afgreiðslu bæjarstjórnar.
17.12.2019

Fjölmenni á íbúafundi á Reyðarfirði

Um 130 manns sóttu íbúafund sem haldinn var á Reyðarfirði í gær um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar og uppbyggingu innviða á Reyðarfirði.
12.12.2019

Bókun bæjarstjórnar um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar og tækifæri til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Reyðarfirði

Á bæjarstjórnarfundi í dag var kynnt tillaga að sölu Rafveitu Reyðarfjarðar til RARIK/Orkusölunnar. Í framhaldið af því samþykkti bæjarstjórn að boða til íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði mánudaginn 16. desember kl. 20 um málefni Rafveitunnar og tækifæri til uppbyggingar íþróttamannvirkja og annara innviða á Reyðarfirði.
11.12.2019

Röskun á heimaþjónustu vegna veðurs

Vegna veðurs verður einhver röskun á heimaþjónustu í dag miðvikudaginn 11. desember 2019. Fólk er beðið velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
11.12.2019

Skólar í Fjarðabyggð verða opnir í dag

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki.
10.12.2019

Slæm veðurspá á morgun 11. desember

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í nótt og í fyrramálið. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talsverðri ofankomu. Fólk er beðið að athuga að líkur eru á því að skólahald leik-, grunn-, og tónskóla í Fjarðabyggð geti raskast vegna þessa. Munu tilkynningar varðandi skólahald verða sendar út á heimasíðu Fjarðabyggðar og Facebook síðu fyrir klukkan 6:30 fyrramálið. Fyrir liggur að allur skólaakstur mun falla niður.
02.12.2019

Vatnslaust í Neskaupstað í kvöld og nótt

Vegna framkvæmda tengdum snjóflóðavarnarmannvirkjum þarf að taka vatnið af Neskaupstað í kvöld kl. 20:00. Unnið verður að verkinu í kvöld og fram eftir nóttu og má búast við vatnsleysi þann tíma.
02.12.2019

Fjarðabyggð kaupir Búðareyri 2 á Reyðarfirði

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sl. fimmtudag samþykkti bæjarstjórn kaup húseignarinnar að Búðareyri 2 á Reyðarfirði sem ætlað er að hýsa framtíðaraðstöðu bæjarskrifstofu sveitarfélagsins.
29.11.2019

Ljósleiðartenging í Mjóafjörð komin á

Í dag var því fagnað í Sólbrekku í Mjóafirði að ljósleiðaratenging er nú komin á. Unnið hefur verið að verkefninu frá árinu 2014 og tilefni þess að því er nú lokið buðu Mjófirðingar til veislu.
28.11.2019

Tilkynning frá RARIK - Rafmagnsleysi á Eskifirði 28.11.2019

Rafmagnslaust verður Hafnargötu 2-8 og 20, Strandgötu 1-3c, 4, 6, 8 ,10, 12, 12a, 12b og 14, Dalbraut 1-3D, Bleiksárhlíð 2-13 og Fögruhlíð. 28.11.2019 frá kl 23:00 til kl 07:00 vegna vinnu við háspennukerfi RARIK. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
27.11.2019

Met afla landað í Norðfjarðarhöfn

Met afla var landað í Norðfjarðahöfn af línubátum í gær þann 26. nóvember.
26.11.2019

Aliendur á Fáskrúðsfirði

Vegna frétta og umræðu um aliendur á Fáskrúðsfirði vill Fjarðabyggð koma eftirfarandi á framfæri.
21.11.2019

Ný fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar

Ný fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar og áherslur til þriggja ára var samþykkt af bæjarstjórn Fjarðabyggðar í júní 2019. Í vikunni Hefur bæklingum, með stefnunni og áherslunum, verið dreift á öll heimili í Fjarðabyggð.
20.11.2019

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 samþykkt

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 – 2023, fór fram á bæjarstjórnarfundi þann 14. nóvember. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 7 atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokksins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðsluna.
14.11.2019

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu löglærðs fulltrúa á Sýsluskrifstofunni á Eskifirði

Á fundi fundi sínum þann 12. nóvember sl. samþykkti bæjarráð Fjarðabyggðar bókun vegna stöðu löglærðs fulltrúa hjá Sýsluskrifstofunni á Eskifirði, en frá og með 1. desember verður ekki starfandi löglærður fulltrúi á skrifstofunni eins og kveðið er á um í reglugerð.
11.11.2019

Bókun bæjarráðs er varðar vöktun og rannsóknir á loðnustofninum

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að stórefla vöktun og rannsóknir á loðnustofninum því öflugar hafrannsóknir eru forsenda sjálfbærrar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og mikilvægt að stjórnvöld fjárfesti í þekkingu á sviði sjávarútvegs með auknu fjármagni til rannsókna.
08.11.2019

Vatnslaust í hluta Fáskrúðsfjarðar

Vegna vinnu við tengingar á Skólavegi Fáskrúðsfirði verður vatn tekið af útbænum utan við sundlaug frá 13:00 - 16:00 í dag föstudaginn 8.nóvember.
06.11.2019

Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Neskaupstað

Hafnar eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir neðan Urðarbotna og Sniðgils. Verktaki er Héraðsverk ehf., sá hinn sami og í Tröllagiljagörðunum. Vinna við verkið hófst í ágúst við hreinsun ofan af klöpp auk þess sem unnið var við afvötnun vinnusvæðis. Verkið gekk vonum framar fram í september og gat verktaki haugsett töluvert af efni, sem verður látið þorna yfir veturinn. Vegna einmuna vætutíðar var lítið um framkvæmdir í október.