Fara í efni
31.03.2020 Fréttir

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um stöðu mála vegna COVID-19

Deildu

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna og verkferla hjá sveitarfélaginu vegna Covid-19 sem eru stöðugt í endurskoðun. Í kjölfar umræðunnar var eftirfarandi bókun samþykkt:

Bæjarráð vill koma þakklæti til allra starfsmanna Fjarðabyggðar sem og íbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag á erfiðum tímum. Sérstaklega vill bæjarráð þakka starfsmönnum skólastofnana, félags- og heimaþjónustu og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð fyrir þeirra störf sem gert hafa það kleift að halda úti þessari mikilvægu starfsemi á þessum tímum.

Aðgerðarhópur Fjarðabyggðar hittist daglega til að fara yfir stöðuna í Fjarðabyggð og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki hér eftir sem hingað til við undirbúning viðbragða og eftirfylgni og einnig hittist aðgerðarhópur almannavarna daglega.