Við leitum því til þeirra sem er aflögufærir ef slíkar neyðaraðstæður koma upp til að manna störf við aðhlynningu og umönnun, í eldhúsi, ræstingu og þvottahúsum heimilanna.
Reynsla af störfum innan heilbrigðisþjónustunnar er kostur en ekki skilyrði.
Viljir þú gefa kost á þér í að veita okkur aðstoð ef til þess kemur þá má vinsamlegast senda nafn, símanúmer og heimilisfang viðkomandi í netfangið ragnar.sigurdsson@hjukrunarheimili.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga.