Fara í efni
24.03.2020 Fréttir

Bakvarðasveit í velferðarþjónustu

Deildu

Í bakvarðasveitina er óskað sérstaklega eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa, börn með sértækar stuðningsþarfir, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði. Hæfniskröfur taka mið af viðkomandi starfi.

Það er mikilvægt fyrir Fjarðabyggð, og Austurland allt að hafa fólk af svæðinu á listanum til þess að auðvelda mönnunn starfa, þegar og ef til þess kemur.

Hægt er að skrá sig í bakvarðasveitina á vef Sambands Íslenskra sveitarfélaga með því að smella hér.

HSA hefur einnig opnað fyrir skráningar í bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunnar Austurlands. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.