Fara í efni
04.02.2020 Fréttir

Íþróttadagur grunnskólanna í Fjarðabyggð 2020

Deildu

Á íþróttadeginum hittast nemendur í 7. – 10. bekkjar í öllum skólum Fjarðabyggðar og þreyttu kappi í fjölbreyttum íþróttum og leikjum.

Dagurinn hófst með ávarpi bæjarstjóra og síðan fóru skólastjórnendur Eskifjarðar yfir dagskrá dagsins. Farið var í fílabolta, boccia, ólsen, ólsen, stinger, limbo svo fátt eitt sé nefnt. Í lok dagsins var farið í spurningakeppni milli skóla og dagurinn endaði í ljúffengri pizzuveislu.

Gaman var að sjá æsku Fjarðabyggðar skemmta sér saman á uppbyggilegan hátt, sjá vinasambönd myndast og samskipti og samstarf nemenda eflast.