Íþróttaæfingar barna
Samkvæmt fyrirmælum yfirvalda til íþróttahreyfingarinnar í landinu verða ekki æfingar fyrir leik- og grunnskólabörn í íþróttahúsum í Fjarðabyggð til mánudagsins 23.mars nk.
Sundlaugar
Stefánslaug Neskaupstað og Sundlaug Eskifjarðar verða opnar venju samkvæmt en lokað hefur verið fyrir gufuböð og kaldapotta. Miðað verður við að 25 manns séu að hámarki ofan í hvorri laug á hverjum tíma.
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar verður opin venju samkvæmt en lokað hefur verið fyrir gufubað og kalapottinn. Miðað verður við að 10 manns séu að hámarki ofan í lauginni á hverjum tíma.
Líkamsræktarstöðvar
Líkamsræktarstöðvarnar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði verða opnar samkvæmt hefðbundnum opnunartíma en miðað er við að það séu ekki fleiri en 12 að æfa í hverri stöð í einu og gæta þarf að 2ja metra fjárlægð frá næsta iðkenda. Gestir eru beðnir að sótthreinsa vel áhöld og hendur á milli æfinga. Athugið að það gæti orðið einhverjar lokanir á búningsklefum.
Líkamsræktarstöðvarnar í Breiðdal og á Stöðvarfirði verða opnar samkvæmt hefðbundnum opnunartíma en miðað er við að það séu ekki fleiri en 5 að æfa í einu og gæta þarf að 2 metra fjárlægð frá næsta iðkenda. Gestir eru beðnir að sótthreinsa vel áhöld og hendur á milli æfinga.
Við biðjum íbúa að sýna þessum ákvörðunum skilning og virða þær ákvarðanir sem teknar hafa verið, og munu verða teknar, en staðan verður endurmetin á hverjum degi. Jafnframt er rétt að upplýsa að ákvörðun um opnun íþróttamannvirkja og æfinga getur tekið breytingum með mjög skömmum fyrirvara.