Bókun bæjarstjórnar hljóðar svo:
Bæjarfulltrúar eru sammála um að mikilvægt sé að tryggja sundkennslu nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar á yfirstandi skólaári sem allra fyrst. Því tekur bæjarstjórn undir með bæjarráði að sviðstjóra fjölskyldusviðs, fræðslustjóra og skólastjórnendum Grunnskóla Reyðarfjarðar sé falið að finna lausn á sundkennslu núna á vorönn 2020.
Þá er áætlað að halda íbúafund á Reyðarfirði þann 5.mars nk. vegna uppbyggingu og framtíðarsýnar sveitarfélagsins í íþróttamannvirkjum þar. Munu fræðslunefnd, eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd taka niðurstöður þeirra fundar til umfjöllunar ásamt bæjarstjórn og horfa skal sérstaklega til málefna skólasunds í þeirri vinnu. Skal kappkostað að fyrstu niðurstöður þeirrar vinnu liggi fyrir í vor, eigi síður en í byrjun maí, þannig að sumarið nýtist til framkvæmda.