Fara í efni
15.02.2020 Fréttir

Hálka á götum og gangstéttum

Deildu

Miklar umhleypingar hafa einkennt veðrið hjá okkur síðustu daga. Eftir mikla snjókomu í vikunni rigndi mikið seinnipartinn í gær og varð þá til mikil hálka. Unnið hefur verið að því hörðum höndum að hreinsa snjó og sandbera götur og gangstéttir. Eftir hádegið í dag er síðan gert ráð fyrir talsverðri rigningu víða á ný. Því ljóst að þrátt fyrir sand og hálkuvarnir er hætta á að götur og gangstéttar geti orðið hálar, þar sem rigningin og bleytan ryðja sandinum burt.

Við viljum því hvetja fólk til að fara varlega í umferðinni og vera vel útbúið.