Fara í efni

Fréttir

24.04.2020

Sumarfrístund Fjarðabyggðar 2020

Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Sumarfrístundin byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri fyrir börn sem voru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2019-20.
22.04.2020

Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

Fjarðabyggð sendir öllum starfsmönnum sínum og íbúum sínar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir veturinn. Hér að neðan má síðan lesa stutta sumarkveðju frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar Karli Óttari Péturssyni.
22.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. apríl

Af þeim átta sem greinst hafa með COVID-19 veiruna á Austurlandi hafa sjö þeirra nú náð heilsu á ný. Einn er enn í einangrun. Tólf eru í sóttkví, tveimur færri en í gær.
22.04.2020

Stígagerð á Eskifirði

Nú er unnið að gerð göngu- og hjólastíga á Eskifirði sem tengja þéttbýlið á Eskifirði við útvistarsvæðið í Hólmanesi.
21.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. apríl

Tveir eru enn í einangrun af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi. Fjórtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur haft af því áhyggjur að með hækkandi sól muni óheftur ferðamannafjöldi erlendis frá óhjákvæmilega auka smithættu á svæði sem er viðkvæmt fyrir. Því er það mat aðgerðastjórnar að tillaga sóttvarnalæknis um tímabundna fjórtán daga sóttkví ferðamanna sé mikilvæg og þörf ráðstöfun að svo komnu máli.
21.04.2020

Stóri plokkdagurinn í Fjarðabyggð

Laugardaginn 25. apríl nk. á degi umhverfisins verður "Stóri plokkdagurinn" haldinn. Fjarðabyggð hvetur alla sem vettlingi geta valdið til þátttöku í deginum. Í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar verður hægt að nálgast ruslapoka til að safna í, og eins munu starfsmenn þjónustumiðstöðva sjá um að hirða það rusl sem safnast eftir helgina.
20.04.2020

Starf í skólum Fjarðabyggðar hefur gengið vel

Starf í skólum Fjarðabyggðar hefur tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu. Vel hefur gengið að fylgja fyrirmælum almannavarna um aðskilnað hópa og fjarlægðarmörk. Að ósk almannayfirvalda viljum við minna á að samkomubann er enn í gildi og ítrekum nauðsyn þess að allir fari eftir fyrirmælum almannavarna í einu og öllu.
20.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. apríl

Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi. Því er enn fremur beint til foreldra og forráðamanna barna á grunnskólaaldri að kynna sér vel útfærslu skólans á tilmælum sóttvarnayfirvalda í skólastarfinu. Þar er m.a. lögð áhersla á hólfaskiptingu og að tilteknir hópar blandist alls ekki á milli hólfa. Mikilvægt er að þær umgengistakmarkanir haldist líka utan skólatíma og það eru öðru fremur foreldrar og forráðamenn sem geta unnið að því og skýrt fyrir börnum sínum.
19.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. apríl

Óbreytt staða er á Austurlandi hvað smit varðar, en þau eru átta talsins. Tveir smitaðra eru enn í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um tvo frá í gær, eru nú fjórtán talsins.
18.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. apríl

Engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra á Austurlandi síðasta sólarhringinn, en þeir eru átta talsins. Tveir þeirra eru í einangrun. Sextán eru nú í sóttkví.
16.04.2020

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2019 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 16. apríl 2020 fer fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2019. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 7. maí næstkomandi.
16.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 16. apríl

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.
15.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. apríl

Af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir enn í einangrun. Sex hafa náð bata. Tuttugu eru í sóttkví.
14.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. apríl

Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír
14.04.2020

Fréttir frá Leikskólanum Lyngholti

Eins og áður hefur komið fram hefur orðið talsverð breyting starfsemi leikskólanna í Fjarðabyggð. Í Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði eru góðviðris dagar nýttir gönguferða og útiveru.
13.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 13. apríl

Fjöldi smitaðra er óbreytt í fjórðungnum frá í gær. Þeir eru átta talsins, tæplega 0,1% af íbúafjölda á svæðinu. Sambærilegur hlutfallstölur fyrir landið allt er tæplega 0,5%. Af átta smituðum eru þrír í einangrun en fimm batnað. Einn losnaði úr sóttkví síðasta sólarhring. Þeir eru nú tuttugu og tveir talsins á Austurlandi. Aðgerðarstjórn er þakklát fyrir samhug og samstöðu íbúa um að virða reglur og undirstrikar mikilvægi þess áfram
12.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 12. apríl

Engin ný smit komu upp síðasta sólarhring á Austurlandi. Átta hafa greinst smitaðir. Þremur hafði batnað í gær og hafa tveir nú bæst við. Þrír eru því í einangrun í fjórðungnum af átta smituðum en fimm batnað. Einn losnaði úr sóttkví undanfarinn sólarhring og annar bættist við. Tuttugu og þrír eru því í sóttkví líkt og í gær
11.04.2020

Páskakveðja bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karl Óttar Pétursson, sendir starfsmönnum Fjarðabyggðar og íbúum sveitarfélagsins sínar bestu páskakveðjur í stuttum pistli hér á heimasíðu Fjarðabyggðar Gleðilega páska!
11.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. apríl

Engin smit hafa komið upp í fjórðungnum síðasta sólarhringinn. 8 hafa því samanlagt greinst smitaðir á Austurlandi, þar af eru fimm í einangrun en þrír náð bata. Í sóttkví eru 23 og þeim því fækkað um fimm frá í gær.
10.04.2020

Niðurstöður komnar úr skimun ÍE og HSA

Niðurstöður úr sýnatöku HSA um síðustu helgi í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu liggja nú fyrir staðfestar. Tekin voru 1415 sýni og reyndust öll neikvæð.
10.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. apríl

Ekkert nýtt smit kom upp undanfarinn sólarhring á Austurlandi. Smit eru því 8 í heildina. Síðasta smit kom upp á Egilsstöðum fyrir tveimur dögum síðan. Sá var í sóttkví og smitrakning gekk vel. Þrír eru útskrifaðir af þeim sem smitast hafa. Í einangrun eru því 5 á Austurlandi. Í sóttkví eru 28 sem þýðir örlitla fjölgun, en á sama tíma og einhverjir hafa lokið sinni sóttkví hafa aðeins fleiri bæst við. Það er fólk er kom erlendis frá og fór í sóttkví í samræmi við reglu.
10.04.2020

Páskakveðja frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sendir íbúum og starfsmönnum Fjarðabyggðar góðar kveðjur um gleðilega páska. Meðfylgjandi er örstutt páskakveðja frá bæjarstjórn.
09.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. apríl

Eitt nýtt smit kom upp á Austurlandi síðastliðin sólarhring og þau þá 8 talsins í heildina. Hinn smitaði var í sóttkví þegar hann greindist. Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví fækkar enn í fjórðungnum, eru 27 en voru 31 í gær. Enn er beðið niðurstöðu úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og HSA frá því um helgina og á mánudag. Vonast er til að þær berist fljótlega. Þær munu þá kynntar
08.04.2020

Páskaegg til starfsmanna Fjarðabyggðar

Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa nú í aðdraganda páska fengið afhent páskaegg að gjöf frá sveitarfélaginu sem þakklæti fyrir vel unnin störf, og einnig til að minna á innleiðingu á Workplace sem er á döfinni nú á vordögum.
08.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 8. apríl

Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví eru 31 og fækkar því um sjö frá í gær
07.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. apríl

Staða mála er enn óbreytt á Austurlandi hvað smit varðar, sjö eru í einangrun og hefur ekki fjölgað síðastliðna sex sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. 38 eru í sóttkví og fækkað um 16 frá því í gær.
06.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. apríl

7 eru enn í einangrun á Austurlandi smitaðir af COVID-19 veirunni. Engin ný smit hafa komið upp síðastliðna fimm sólarhringa. Í sóttkví eru 54 og þeim því fækkað um 22 frá í gær. Um 1500 einstaklingar hafa síðastliðna daga verið skimaðir fyrir veirunni í fjórðungnum. Sýni eru farin til greiningar en niðurstöður ókomnar. Vonast er til að hægt verði að kynna fyrstu niðurstöður á morgun
06.04.2020

Vel heppnað bílabíó á Eskfirði

Um 100 manns sáu kvikmyndina "Nýtt líf" eftir Þráinn Bertelsson í bílabíó á Eskifirði á föstudaginn sem Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar boðuðu til.
05.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. apríl

Enn eru 7 í einangrun vegna COVID-19 smits á Austurlandi og hefur því ekki fjölgað í þeim hópi síðastliðna fjóra sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. Í sóttkví eru 76 og því fækkun um 5 frá því í gær.Skimun á Egilsstöðum og á Reyðarfirði gengur vel og sýni þegar verið send Íslenskri erfðagreiningu til greiningar. Fyrstu niðurstaðna er að vænta á morgun og verða þær þá kynntar í kjölfarið.
04.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. apríl

Engin staðfest smit hafa nú greinst á Austurlandi undanfarna þrjá sólarhringa. Þau eru því enn þá 7 talsins. Vel hefur gengið að fá niðurstöðu úr sendum sýnum og flöskuháls sem þar var ekki lengur til staðar. 81 einstaklingur er í sóttkví og þeim þá fækkað um 17 frá í gær.