Fara í efni

Fréttir

12.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 12. maí

Tveir eru enn í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Aðgerðastjórn brýnir íbúa á Austurlandi til dáða sem fyrr og minnir á tveggja metra regluna sem enn er í gildi og minnir á gildi handþvottar og spritt notkunar.
12.05.2020

Vatnslaust vegna viðgerðar á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði

Ekki tókst að ljúka viðgerða á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði í gær. Vegna þess verður vatnslaust við Ljósaland, í hesthúsahverfinu og í einhverjum húsum við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði milli kl. 11:00 og 15:00 í dag 12.maí meðan unnið verður að viðgerð.
12.05.2020

Vatnslaust vegna bilunar á Fáskrúðsfirði

Ekki tókst að ljúka viðgerða á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði í gær. Vegna þess verður vatnslaust við Ljósaland, í hesthúsahverfinu og í einhverjum húsum við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði milli kl. 11:00 og 15:00 í dag 12.maí meðan unnið verður að viðgerð.
12.05.2020

Gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.
07.05.2020

Hjólum með hækkandi sól!

Nú þegar sumarið er komið og götur orðanar greiðfærar fjölgar draga ungir sem aldnir fram reiðhjólinn og þeim fjölgar til muna á götum Fjarðabyggðar. Þann 1. janúar tóku gildi ný umferðarlög og viljum við hvetja íbúa til að kynna sér þau.
05.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. maí

Tveir eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Í ljósi þess að fá smit hafa greinst í fjórðungnum, talsvert er frá síðasta smiti og fáir í sóttkví, mun daglegum tilkynningum aðgerðastjórnar nú hætt. Þær hafa verið sendar út á degi hverjum frá 26. mars. Tilkynningar munu þess í stað sendar tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Komi smit upp á svæðinu verður það tilkynnt og eftir atvikum þráður daglegra tilkynninga tekinn upp að nýju. Vonum og vinnum áfram að því saman að til þess komi ekki.
04.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. maí

Þrír eru í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun.
03.05.2020

Breytingar á samkomubanni 4. maí

Frá og með mánudeginum 4. maí hefur verið tilkynnt um nokkrar tilslakanir á samkomubanninu. Hægt er að kynna sér þær breytingar sem verða á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.
03.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. maí

Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun.
03.05.2020

Opnun bókasafna Fjarðabyggðar

Bókasöfn í Fjarðabyggð verða opnuð aftur á morgun, mánudaginn 4. maí, eftir að hluta af samkomubanni hefur verið aflétt. Afgreiðslutími almenningsbókasafnanna verða með hefðbundnum hætti nema á bókasöfnunum á Reyðarfirði og í Neskaupstað, þar sem opnunartími verður með breyttu sniði tímabundið.
02.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. maí

Sex eru enn skráðir í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn áréttar að góður árangur hingað til er verk okkar allra og verður það áfram. Kynnum okkur vel þær tilslakanir sem hefjast eftir tvo daga þann 4.maí næstkomandi.
30.04.2020

Nýtt gras á Fjarðabyggðarhöllina

Nú hefur verið hafist handa við að skipta um gras á Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki nú í maí mánuði.
30.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. apríl

Sex eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einungrun vegna smits. Hér að neðan má finn upplýsingar um helstu breytingar sem gerðar verða á samkomubanni mánudaginn 4. maí.
29.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. apríl

Sjö eru nú í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn sér ástæðu til að hrósa íbúum í fjórðungnum fyrir þolgæði á þessum undarlegu tímum. Kálið er ekki sopið en veðrið er að batna og sumarið komið. Njótum þess.
29.04.2020

Umgengni um lystigarðinn í Neskaupstað

Nokkuð hefur borið á því að skemmdaverk séu unnin á gróðri og skiltum í lystigarðinum í Neskaupstað að undanförnu. Við viljum biðla til fólks að virða lystigarðinn og hvetja til góðrar umgengni um hann.
28.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. apríl

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Átta hafa greinst en öllum batnað. Sex eru í sóttkví.
28.04.2020

Stóri plokk dagurinn í Fjarðabyggð 2020

Á degi umhverfisins, laugardaginn þann 25. apríl sl., var Stóri plokk dagurinn haldinn og tóku íbúar Fjarðabyggðar þátt á þeim degi undir merkinu: Fjarðabyggð plokkar. Þáttaka í deginum var mjög góð, og safnaðist víða mikið af rusli.
27.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. apríl

Átta COVID-19 smit hafa greinst á Austurlandi. Öllum hinna smituðu hefur nú batnað og eru komnir úr einangrun. Fjórir eru í sóttkví.
26.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 26. apríl

Þann 24. mars síðastliðinn greindist fyrsta COVID-19 smit á Austurlandi. Þróunin var hröð fyrst í stað og átta smit greindust fyrstu sextán dagana. Síðan 9. apríl hefur smit ekki greinst í fjórðungnum. Öllum hinum smituðu hefur nú batnað þannig að enginn er í einangrun sem stendur. Fjórir eru í sóttkví.
24.04.2020

Sumarfrístund Fjarðabyggðar 2020

Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Sumarfrístundin byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri fyrir börn sem voru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2019-20.
22.04.2020

Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

Fjarðabyggð sendir öllum starfsmönnum sínum og íbúum sínar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir veturinn. Hér að neðan má síðan lesa stutta sumarkveðju frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar Karli Óttari Péturssyni.
22.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. apríl

Af þeim átta sem greinst hafa með COVID-19 veiruna á Austurlandi hafa sjö þeirra nú náð heilsu á ný. Einn er enn í einangrun. Tólf eru í sóttkví, tveimur færri en í gær.
22.04.2020

Stígagerð á Eskifirði

Nú er unnið að gerð göngu- og hjólastíga á Eskifirði sem tengja þéttbýlið á Eskifirði við útvistarsvæðið í Hólmanesi.
21.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. apríl

Tveir eru enn í einangrun af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi. Fjórtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur haft af því áhyggjur að með hækkandi sól muni óheftur ferðamannafjöldi erlendis frá óhjákvæmilega auka smithættu á svæði sem er viðkvæmt fyrir. Því er það mat aðgerðastjórnar að tillaga sóttvarnalæknis um tímabundna fjórtán daga sóttkví ferðamanna sé mikilvæg og þörf ráðstöfun að svo komnu máli.
21.04.2020

Stóri plokkdagurinn í Fjarðabyggð

Laugardaginn 25. apríl nk. á degi umhverfisins verður "Stóri plokkdagurinn" haldinn. Fjarðabyggð hvetur alla sem vettlingi geta valdið til þátttöku í deginum. Í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar verður hægt að nálgast ruslapoka til að safna í, og eins munu starfsmenn þjónustumiðstöðva sjá um að hirða það rusl sem safnast eftir helgina.
20.04.2020

Starf í skólum Fjarðabyggðar hefur gengið vel

Starf í skólum Fjarðabyggðar hefur tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu. Vel hefur gengið að fylgja fyrirmælum almannavarna um aðskilnað hópa og fjarlægðarmörk. Að ósk almannayfirvalda viljum við minna á að samkomubann er enn í gildi og ítrekum nauðsyn þess að allir fari eftir fyrirmælum almannavarna í einu og öllu.
20.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. apríl

Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi. Því er enn fremur beint til foreldra og forráðamanna barna á grunnskólaaldri að kynna sér vel útfærslu skólans á tilmælum sóttvarnayfirvalda í skólastarfinu. Þar er m.a. lögð áhersla á hólfaskiptingu og að tilteknir hópar blandist alls ekki á milli hólfa. Mikilvægt er að þær umgengistakmarkanir haldist líka utan skólatíma og það eru öðru fremur foreldrar og forráðamenn sem geta unnið að því og skýrt fyrir börnum sínum.
19.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. apríl

Óbreytt staða er á Austurlandi hvað smit varðar, en þau eru átta talsins. Tveir smitaðra eru enn í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um tvo frá í gær, eru nú fjórtán talsins.
18.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. apríl

Engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra á Austurlandi síðasta sólarhringinn, en þeir eru átta talsins. Tveir þeirra eru í einangrun. Sextán eru nú í sóttkví.
16.04.2020

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2019 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 16. apríl 2020 fer fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2019. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 7. maí næstkomandi.