24.04.2020
Sumarfrístund Fjarðabyggðar 2020
Í sumar verður boðið upp á sumarfrístund í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Sumarfrístundin byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri fyrir börn sem voru að ljúka 1. - 4. bekk skólaárið 2019-20.