- Að hámarki 10 einstaklingar geta verið við æfingar í einu í líkamsræktarstöðvunum í Neskaupstað og á Eskifirði og Reyðarfirði.
- Að hámarki 5 einstaklingar geta verið við æfingar í einu í líkamsræktarstöðinni í Breiðdal.
- Þeir sem koma til æfinga þurfa að skrá sig hjá starfsmanni í afgreiðslu fyrir æfingu og skrá sig út að lokinni æfingu.
- Auglýsingar verða settar upp á áberandi stöðum á tækjum til að vekja athygli á 2ja metra reglunni.
- Sótthreinsibrúsar og pappír verða sýnileg og allir notendur verða að sótthreinsa tæki fyrir og eftir notkun. Auglýsingar verða settar upp til að undirstrika þetta.
- Mælst er til þess að ekki sé æft lengur en eina klst. í einu þannig að sem flestir komist að.