Sigurborg er fædd á Ísafirði árið 1932. Hún er menntuð ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og starfaði á Eskifirði frá árinu 1963 sem ljósmóðir, héraðshjúkrunarkona og síðar hjúkrunarforstjóri í 34 ár. Sigurborg var einnig ötul í ýmsum trúnaðarstöfum og var m.a. fyrsti formaður ljósmæðrafélags Austurlands árið 1975.
Fjarðabyggð sendir Sigurborgu innilegar hamingju óskir, og þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu heilbrigðismála á svæðinu í áratugi.