Fara í efni
06.07.2020 Fréttir

Nýr vatnstankur á Fáskrúðsfirði

Deildu

Framkvæmdir hafa staðið yfir um nokkra hríð og eru þær nú á lokametrunum. Samhliða því að kom upp nýjum tank og tengja hann við vatnsveitukerfi Fáskrúðsfjarðar hefur verið unnið við að koma upp nýrri borholu við Dalsá. Mun vatn úr þeirri holu vera dælt í nýja tankinn og aukið vatnsmagn þannig tryggt.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum muni ljúka í lok júlí. Á lokametrunum mun koma til þess að taka þarf vatn af á Fáskrúðsfirði til að ljúka við tengingar, það verður kynnt nánar þegar nær dregur. Fáskrúðsfirðingum eru sendar kærar þakkir fyrir þolinmæði á meðan þessum framkvæmdum hefur staðið.