Fara í efni
07.08.2020 Fréttir

Síðasta sýningarhelgi Ljósvaka og Splæsa

Deildu

Vakin er á að nú er síðasta tækifærið fyrir fólk að sjá myndlistarsýningarnar Ljósvaki//Æther og Splæsa//Splice! Vegna COVID-19 faraldursins hefur verið ákveðið að loka sýningunum eftir helgi. Síðasti sýningardagur er því sunnudagurinn 9. ágúst.

Við hvetjum alla sem ekki hafa skoðað þessar dásamlegu sýningar í gömlu Netagerðinni í Neskaupstað og í Gamla barnaskólanum á Eskifirði til þess að skella sér. Opið verður á báðum stöðum milli kl. 13:00 og 17:00 föstudag, laugardag og sunnudag.

Við hlökkum til þess að sjá ykkur!