Fara í efni
18.08.2020 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. ágúst

Deildu

Aðgerðastjórn áréttar mikilvægi þess að upplýsinga og ráða sé leitað hjá heilbrigðisstarfsfólki við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, eða læknavaktarinnar í síma 1700 ef veikinda verður vart. Helstu einkenni eru hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Sjaldgæfari einkenni eru skert bragð og lyktarskin. Brýnt er þá að halda sig heima og bíða ráðlegginga, eftir atvikum sýnatöku og niðurstöðu hennar.

Þá vekur aðgerðastjórn athygli á aukningu smita undanfarið og mikilvægi þess að við hugum hvert og eitt að eigin smitvörnum, tveggja metra reglu, handþvotti og sprittnotkun.