Fara í efni
01.06.2020 Fréttir

Ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020

Deildu

Leitað er eftir myndum í fjórum flokkum:

  • Staðarmyndir, götumyndir, hús, yfirlits myndir.
  • Landslag, gróður, náttúra Fjarðabyggðar.
  • Mannlíf, atvinnulíf og íþróttir.
  • Dýralíf.

Góðir vinningar eru í boði fyrir bestu myndirnar heilt yfir:

  • Fyrsti vinningur: 50.000
  • Annar vinningur: 30.000
  • Þriðji vinningur: 20.000

Auk þess verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina í hverjum flokki að upphæð 15.000 kr.

Allir sem eiga eða hafa aðgang að myndavél eða dróna eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu samkeppni.

Reglurnar er einfaldar:

  1. Ljósmyndin skal vera tekið í Fjarðabyggð.
  2. Sá sem sendir inn myndefnið skal vera eigandi þess.
  3. Þegar sendar eru inn myndir þarf að senda inn upplýsingar um sendandann: Nafn, heimilisfang, síma og netfang.
  4. Með þátttöku í samkeppninni veita þátttakendur leyfi til þess að myndefnið verði notað sem kynningarefni fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð.
  5. Myndefnið þarf að vera í þannig stærð að hægt verði að prenta það út minnst 10 x 15 cm. 240ppi.
  6. Hver þátttakandi getur sent mest sent inn 10 ljósmyndir.

Lokadagur keppninnar er á miðnætti þann 30. september 2020. Sérvalinn dómnefnd fer yfir myndirnar og tilkynnir sigurvegara þann 20. október 2020.

Allar myndirnar verða til sýnis að keppninni lokið á heimasíðu Fjarðabyggðar

Myndum skal skila á netfangið myndasamkeppni2020@gmail.com