Deildir leikskólans buðu upp á fjölbreyttar æfingar, útileiki og vettvangsferðir.
Í ávaxtastund var síðan reynt að hafa fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum, eins og til dæmis hnúðkál, grasker, blómkál og mangó. Jón matráður á Dalborg framreiddi síðan æðislegt grænmetis lasagna með kús kús og salati, sem börnin borðuðu flest hver með bestu lyst.
Heilsudagarnir í Dalborg komu til þegar Fjarðbyggð varð þátttakandi í Heilsueflandi samfélagi. Heilsudagarnir hafa tekist svo vel til að þeir eru orðnir fastir liðir á skóladagatali leikskólans.
Nánar má lesa um heilsudaga á Dalborg á heimasíðu leikskólans með því að smella hér