Þessa daganna er unnið við að ryksuga gúmmí upp úr grasfletinum, og að taka síðan gamla grasið af. Í framhaldi af því verður hafist handa við að leggja nýtt gras á völlinn, og sauma saman grasdúkinn.
Eins og áður sagði er stefnt að því að verkinu verði lokið í maí mánuði.
Næsta mánudag 4. maí munu samæfingar Yngriflokka Fjarðabyggðar hefjast, og munu þær fara fram í Neskaupstað þar til að nýtt gras verður komið á höllina.