Fara í efni
19.08.2020 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. ágúst

Deildu

Aðgerðastjórn á Austurlandi hvetur að þessu sögðu íbúa til að nýta smitrakningaappið sem hefur hraðað mjög vinnu við smitrakningu. Fljótlegt og auðvelt er að hlaða appinu á farsíma. Hægt er að nálgast það á vefslóðinni https://www.covid.is/app/is.

Norræna kemur í fyrramálið til Seyðisfjarðar. Það er síðasta ferð hennar á sumaráætlun þessa árs. Nokkuð hefur borið á afbókunum í kjölfar reglna um ferðatakmarkanir á landamærum. Því er búist við umtalsvert færri farþegum en í síðustu ferðum. Allir farþegar koma skimaðir til landsins og fara í fimm til sex daga sóttkví í samræmi við reglur.