Síðastliðin þrjú ár hefur Ásdís gegnt starfi framkvæmdastjóra UMSE, áður starfaði Ásdís m.a. sem rekstrarstjóri Hlíðarfjalls, verkefnastjóri á umhverfissviði Akureyrarbæjar og framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvar. Ásdís er einnig menntaður skíðakennari en hún hefur kennt skíði um margra ára skeið.
Ásdís hóf störf nú í byrjun september og Fjarðabyggð óskar henni velfarnaðar í sínum störfum.