Fara í efni
28.09.2020 Fréttir

Breytingar vegna starfsloka bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Deildu

Jón Björn Hákonarson tekur við starfi bæjarstjóra Fjarðabyggðar út kjörtímabilið og lætur um leið af embætti forseta bæjarstjórnar, formennsku í eigna-, skipulags og umhverfisnefnd og safnanefnd ásamt varaformennsku í bæjarráði.

Eydís Ásbjörnsdóttir lætur af formennsku í bæjarráði og verður forseti bæjarstjórnar og formaður eigna-, skipulags og umhverfisnefndar. Sigurður Ólafsson mun taka sæti sem formaður bæjarráðs í stað Eydísar Ásbjörnsdóttur og Pálína Margeirsdóttir mun taka sæti sem varaformaður í bæjarráði. Skipað verður í safnanefnd á næsta fundi bæjarráðs. Einar Már Sigurðarson mun taka sæti 1. varaforseta og Sigurður Ólafsson 2. varaforseta.

Karli Óttari Péturssyni eru þökkuð góð störf og gott samstarf í þágu Fjarðabyggðar og óskað velfarnaðar.