Fara í efni

Fréttir

08.10.2020

Stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

Ert þú kona með rekstur (eða hyggur á rekstur) á Austurlandi? Hefurðu upplifað tíma þar sem þú stendur frammi fyrir áskorun eða verkefni og þyrftir helst að fá ráð frá einhverjum, sem hefur gengið í gegnum svipað? Austurbrú býður nú upp á svokallaða hæfnihringi á netinu fyrir konur á áðurnefndum landssvæðum.
08.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 8. október

Einn er enn í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á mikilvægi þess að fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og ferðast ekki að nauðsynjalausu til höfuðborgarsvæðisins. Sé ekki frá því vikist er hvatt til aðgæslu meðan á dvöl stendur, að halda sig frá margmenni, nota grímu þar sem það á við og hanska, muna handþvottinn og sprittnotkun.
07.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. október

Staðan er enn óbreytt á Austurlandi, einn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn veit til þess að margir eru áhugasamir um að færa sig milli landshluta í ljósi ástands á höfuðborgarsvæðinu. Því áréttar hún þau tilmæli sóttvarnayfirvalda um að ferðast alls ekki frá höfuðborginni út á land nema nauðsyn beri til. Í þeim tilvikum sem fólk telur það nauðsynlegt að gæta þá sérstaklega að sér í samskiptum við aðra og halda sig til hlés næstu fjórtán daga eftir komu á Austurland. Aðeins þannig, meðan aðrar ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, getum við með góðu móti tryggt að smit berist ekki á milli.
06.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. október

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á þeim hertu sóttvarnarráðstöfunum sem settar hafa verið fyrir höfuðborgarsvæðið. Á sama tíma er ástand gott hér í fjórðungnum og verður vonandi áfram.
06.10.2020

Átak í kynningarmálum Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 6. júlí var samþykkt að hefja átak við kynningu Fjarðabyggðar. Markmiðið með átakinu er að kynna Fjarðabyggð sem vænlegan búsetukost og auka meðvitund Íslendinga um Fjarðabyggð og það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
06.10.2020

Pistill bæjarstjóra - Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað

Ágætu íbúar, Neyðarstig Almannavarna vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19 tók gildi hér á landi á miðnætti þann 5. október. Í ljósi þessa vil ég hvetja íbúa Fjarðabyggðar til að gæta vel að eigin sóttvörnum og fara að öllu með gát í daglegu lífi meðan á faraldrinum stendur.
05.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. október

Staða COVID mála er óbreytt á Austurlandi, einn er enn í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á þeim breyttu sóttvarnareglum er tóku gildi á miðnætti. Helstu breytingarnar snúa að krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum sem verður lokað. Sundlaugar verða opnar með þrengri fjöldatakmörkunum en áður. Reglur er varða leik- og grunnskóla eru óbreyttar.
05.10.2020

Lokun líkamsræktarstöðva í Fjarðabyggð

Vegna hertra sóttvarnarráðstafana munu líkamsræktarstöðvar í Fjarðabyggð loka frá og með mánudeginum 5. október. Gert er ráð fyrir þessum lokunum að minnsta kosti næstu tvær vikurnar, og jafnvel lengur eða þar til nýjar ákvarðanir verða teknar af yfirvöldum. Sundlaugar í Fjarðabyggð verða áfram opnar en miðað er við 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta í laugarnar. Þessar takmarkanir ættu því ekki að hafa teljandi áhrif á starfssemi sundlauganna, en gestafjöldi sem kemur í sund á þessum tíma árs er alla jafna vel undir þeim fjöldatakmörkunum sem eru í gildi.
04.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. október

Einn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á nýjum sóttvarnareglum stjórnvalda sem taka gildi á miðnætti. Reglurnar má finna hér. Þá hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir og tekur gildi á sama tíma. Höldum áfram að gæta að okkur og göngum þennan veg saman sem fyrr.
02.10.2020

Vatnslaust á Breiðdalsvík sunnudaginn 4. október - athugið breyttan tíma

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að breyta tímasetningu viðgerðar á stofnlögn á Breiðdalsvík. Vegna viðgerðar á stofnlögn á Breiðdalsvík þarf að taka vatnið af þorpinu frá kl. 13:00 sunnudaginn 4. október, og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
02.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. október

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á þeirri bylgju smita sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu og virðist lítið lát á. Hún hvetur því alla þá sem þangað fara til að gæta sérstaklega að sér og þá sem þaðan koma til að gera slíkt hið sama. Þá hvetur hún til almennrar aðgæslu inn á svæðinu, að við virðum mörk hvers annars, gætum að fjarlægð, handþvotti og sprittnotkun til að forðast smit og smita ekki þá sem við dags daglega eigum samskipti við. Verum ábyrg gagnvart hvort öðru og höldum áfram að gera þetta saman.
02.10.2020

Tenging nýs vatnstanks á Fáskrúðsfirði

Til stendur mánudaginn 5. október að tengja vatnsveituna á Fáskrúðsfirði við nýja vatnstankinn. Við það mun þrýstingur hækka um c.a. 0,8 bör og ætti það ekki að hafa áhrif á vatnskerfi í húsum. Mögulega verða einhverjar vatnstruflanir í stuttan tíma á meðan þessari vinnu stendur. Athugið að þessar framkvæmdir hafa ekki áhrif á hús sem standa neðan við Hafnargötu og í fjörunni neðan við Búðaveg. Ef upp koma vandamál er fólk beðið um að hringja í síma 837 9039.
01.10.2020

Vefráðstefna Place-EE - Föstudaginn 2. október kl. 13:00

Föstudaginn 2. október kl. 13:00 verður haldinn vef ráðstefna um stafræna skjalavörslu og þátttöku eldri borgara í því á vegum Place EE verkefnisins. Fundurinn verður haldinn á fjarfundarforritinu ZOOM.
30.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. september

Tvö virk smit eru nú skráð hjá þeim sem eiga lögheimili á Austurlandi eftir að eitt bættist við á Covid.is í morgun. Sá smitaði sem skráður var í morgun er þó búsettur annarsstaðar og því einungis einn einstaklingur sem fyrr með greint smit í fjórðungnum.
30.09.2020

Mikil rigning og vatnavextir

Talsvert hefur rignt í Fjarðabyggð frá því í gærkvöldi og útlit fyrir að það muni halda áfram fram á kvöld. Spáð er allhvassri austlægri átt austantil á landinu og rigningu, en reiknað er með að stytti upp í kvöld. Slíkt vatnsveður eykur álag á fráveitu kerfi og er fólk hvatt til að huga vel að niðurföllum til að koma í veg fyrir vatnstjón.
29.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. september

Einn er nú í einangrun á Austurlandi vegna smits. Annar þeirra hefur nú færst til í COVID grunninum, til þess landshluta þar sem viðkomandi hefur dvalarstað og hefur haft allan tímann frá greiningu. Fækkun varð því hér um einn við breytta skráningu sem miðar við dvalarstað en ekki lögheimili. Tíðindalaust er að öðru leyti. Enginn hefur bæst við í sóttkví vegna smits í fjórðungnum.
28.09.2020

Breytingar vegna starfsloka bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Í framhaldi af starfslokum Karls Óttars Péturssonar bæjarstjóra Fjarðabyggðar, sem tilkynnt var um nú í morgun, var eftirfarandi tillaga meirihluta Fjarðalista og Framsóknarflokks samþykkt á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðsluna.
28.09.2020

Starfslok bæjarstjóra

Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefur óskað eftir að láta af störfum. Samþykkt hefur verið að verða við ósk Karls Óttars og hefur hann þegar lokið störfum. Sveitarfélagið þakkar Karli Óttari vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarráð Fjarðabyggðar fundar síðdegis í dag og mun senda frá sér yfirlýsingu að loknum fundi.
27.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. september

Nú eru tvö virk smit meðal fólks með lögheimili á Austurlandi, þar sem eitt smit greindist í gær. Fyrir var hér eitt landamærasmit, en sá sem greindist í gær býr og heldur sína einangrun í öðrum landshluta og smitrakning gekk vel.
26.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 26. september

Einungis eitt staðfest smit er á Austurlandi, landamærasmit sem kynnt var af hálfu aðgerðastjórnar í gær. Ekkert innanlandssmit er í fjórðungnum sem er jákvætt. Sterkasta vörnin gegn smiti er að hver og einn haldi sínum persónulegu sóttvörnum í lagi, s.s. með þvi að virða fjarlægðarmörk, passa upp á handþvott og sprittnotkun og halda sig heima hafi maður einkenni og leita þá álits heilsugæslunnar. Höldum áfram að gera þetta saman.
25.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 25. september

Einn er nú í einangrun vegna staðfests COVID-19 smits í fjórðungnum og greindist við sýnatöku á landamærum. Smitrakning stendur yfir og samferðamaður er þegar kominn í sóttkví. Á þessu stigi er ekki grunur um að sá sýkti hafi útsett fleiri fyrir smiti.
24.09.2020

Ferðaþjónusta og sveitarfélög - Fjarfundur föstudaginn 25. september kl. 13:00

Föstudaginn 25. september mun Karl Jónsson frá Markvert ehf halda fyrirlestur fyrir ferðaþjóna og áhugafólk um ferðaþjónustu í Fjarðabyggð. Fundurinn hefst kl. 13:00. Athugið að því miður var vitlaus tími settur inn í í þessari frétt í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Vegna smitvarna verður fundinum streymt í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Upplýsingar um innskráningu má finna hér að neðan.
22.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. september

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Aðgerðastjórn minnir á að hvassviðri er í kringum okkur og lítið má út af bregða til að ekki komi til smits í fjórðungnum, rétt eins og gerðist í fyrri bylgjunum tveimur en þá barst smitið til Austurlands þó seint væri. Leitumst við að vinna gegn slíku með samstilltu átaki og gætum öll að persónubundnum smitvörnum. Á það ekki síst við þegar ferðalög eru farin og návígi er mikið. Höldum okkur frá aðstæðum þar sem margir koma saman og við getum ekki tryggt fjarlægðarmörk. Munum handþvottinn og sprittið. Njótum lognsins og njótum þess saman með því að halda hæfilegri fjarlægð.
18.09.2020

Bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð

Málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð hafa undanfarið verið talsvert til umræðu og hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar nú staðfest þá ákvörðun að samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur heimilanna skuli sagt upp.
18.09.2020

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um að gerð brúar yfir Sléttuá verði flýtt.

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar fimmtudaginn 17. september samþykkti bæjarstjórn bókun þar sem skorað er á Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta gerð brúar yfir Sléttuá í botni Reyðarfjarðar.
17.09.2020

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Urðarbotna og Sniðgil

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Urðarbotna og Sniðgil hafa gengið vel í sumar og verður unnið áfram fram eftir hausti á meðan veður hamlar ekki framkvæmdum. Þar sem þær sprengingar sem eftir eru í haust eru lengra frá byggð en hingað til, þá verður ekki sprengt á föstum tímum heldur verður sprengt einu sinni á dag á milli kl. 10:00 og 17:00. Að gefnu tilefni þá eru íbúar beðnir að fara varlega í nágrenni við vinnusvæðið þar sem vinnuvélar eru á ferðinni.
15.09.2020

Menningarverðlaun SSA

Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA.
15.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. september

Enginn er í sóttkví eða einangrun á Austurlandi vegna COVID-19. Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar og fóru 57 farþegar í land eftir sýnatöku. Farþegar fengu leiðbeiningar um þær reglur er gilda um sóttkví og seinni sýnatöku að fimm til sex dögum liðnum. Blankalogn ríkir nú í fjórðungnum hvað smit varðar. Aðgerðastjórn áréttar sem fyrr hversu lítið má út af bregða til að á bresti með kalda og jafnvel roki. Höldum því okkar striki öll sem eitt þannig að við getum áfram notið blíðunnar.
11.09.2020

Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
09.09.2020

Kynning á verkefninu Loftbrú

Verkefnið Loftbrú var kynnt á Egilsstaðaflugvelli í dag. Með því geta m.a. íbúar með lögheimili í Fjarðabyggð geta nú fengið 40% afslátt af flugmiðum fram og til baka til Reykjavíkur. Þetta var kynnt á kynningarfundi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir á Egilsstaðaflugvelli í dag.