Fara í efni

Fréttir

26.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 26. september

Einungis eitt staðfest smit er á Austurlandi, landamærasmit sem kynnt var af hálfu aðgerðastjórnar í gær. Ekkert innanlandssmit er í fjórðungnum sem er jákvætt. Sterkasta vörnin gegn smiti er að hver og einn haldi sínum persónulegu sóttvörnum í lagi, s.s. með þvi að virða fjarlægðarmörk, passa upp á handþvott og sprittnotkun og halda sig heima hafi maður einkenni og leita þá álits heilsugæslunnar. Höldum áfram að gera þetta saman.
25.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 25. september

Einn er nú í einangrun vegna staðfests COVID-19 smits í fjórðungnum og greindist við sýnatöku á landamærum. Smitrakning stendur yfir og samferðamaður er þegar kominn í sóttkví. Á þessu stigi er ekki grunur um að sá sýkti hafi útsett fleiri fyrir smiti.
24.09.2020

Ferðaþjónusta og sveitarfélög - Fjarfundur föstudaginn 25. september kl. 13:00

Föstudaginn 25. september mun Karl Jónsson frá Markvert ehf halda fyrirlestur fyrir ferðaþjóna og áhugafólk um ferðaþjónustu í Fjarðabyggð. Fundurinn hefst kl. 13:00. Athugið að því miður var vitlaus tími settur inn í í þessari frétt í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Vegna smitvarna verður fundinum streymt í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Upplýsingar um innskráningu má finna hér að neðan.
22.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. september

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Aðgerðastjórn minnir á að hvassviðri er í kringum okkur og lítið má út af bregða til að ekki komi til smits í fjórðungnum, rétt eins og gerðist í fyrri bylgjunum tveimur en þá barst smitið til Austurlands þó seint væri. Leitumst við að vinna gegn slíku með samstilltu átaki og gætum öll að persónubundnum smitvörnum. Á það ekki síst við þegar ferðalög eru farin og návígi er mikið. Höldum okkur frá aðstæðum þar sem margir koma saman og við getum ekki tryggt fjarlægðarmörk. Munum handþvottinn og sprittið. Njótum lognsins og njótum þess saman með því að halda hæfilegri fjarlægð.
18.09.2020

Bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð

Málefni hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð hafa undanfarið verið talsvert til umræðu og hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar nú staðfest þá ákvörðun að samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur heimilanna skuli sagt upp.
18.09.2020

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um að gerð brúar yfir Sléttuá verði flýtt.

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar fimmtudaginn 17. september samþykkti bæjarstjórn bókun þar sem skorað er á Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta gerð brúar yfir Sléttuá í botni Reyðarfjarðar.
17.09.2020

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Urðarbotna og Sniðgil

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Urðarbotna og Sniðgil hafa gengið vel í sumar og verður unnið áfram fram eftir hausti á meðan veður hamlar ekki framkvæmdum. Þar sem þær sprengingar sem eftir eru í haust eru lengra frá byggð en hingað til, þá verður ekki sprengt á föstum tímum heldur verður sprengt einu sinni á dag á milli kl. 10:00 og 17:00. Að gefnu tilefni þá eru íbúar beðnir að fara varlega í nágrenni við vinnusvæðið þar sem vinnuvélar eru á ferðinni.
15.09.2020

Menningarverðlaun SSA

Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna SSA. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA.
15.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. september

Enginn er í sóttkví eða einangrun á Austurlandi vegna COVID-19. Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar og fóru 57 farþegar í land eftir sýnatöku. Farþegar fengu leiðbeiningar um þær reglur er gilda um sóttkví og seinni sýnatöku að fimm til sex dögum liðnum. Blankalogn ríkir nú í fjórðungnum hvað smit varðar. Aðgerðastjórn áréttar sem fyrr hversu lítið má út af bregða til að á bresti með kalda og jafnvel roki. Höldum því okkar striki öll sem eitt þannig að við getum áfram notið blíðunnar.
11.09.2020

Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
09.09.2020

Kynning á verkefninu Loftbrú

Verkefnið Loftbrú var kynnt á Egilsstaðaflugvelli í dag. Með því geta m.a. íbúar með lögheimili í Fjarðabyggð geta nú fengið 40% afslátt af flugmiðum fram og til baka til Reykjavíkur. Þetta var kynnt á kynningarfundi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir á Egilsstaðaflugvelli í dag.
08.09.2020

Skólabyrjun 2020

Nú eru leik-, grunn- og tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð teknir til starfa eftir sumarleyfi. Skólastarfið hefur alls staðar farið vel af stað og mikil gróska í starfi skólanna hvert sem litið er.
04.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. september

Enginn er í einangrun né í sóttkví á Austurlandi. Vakin er athygli á að tilslakanir verða á sóttvörnum frá og með 7. september og lúta meðal annars að einstaklingsbundnum smitvörnum, svo sem tveggja metra reglunni sem verður eins metra auk þess sem samkomur verða leyfðar fyrir tvö hundruð í stað hundrað. Nánari upplýsingar má finna hér.
04.09.2020

Fjarðabyggð á Workplace

Nú í september tók Fjarðabyggð í notkun samskiptamiðilinn Workplace. Allir starfsmenn eiga að hafa fengið sendar upplýsingar í tölvupósti um innskráningu í kerfið.
03.09.2020

Nýr forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Ásdís Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Ásdís hefur meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.E.d gráðu í kennslufræðum frá Kennaraskóla Íslands og 60 eininga viðbótarnám í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið námskeiðum í opinberri stjórnsýslu, verkefnastjórnun og markþjálfun.
03.09.2020

Rannsókn á áhrifum samgönguúrbóta

Austurbrú kannar nú viðhorf Austfirðinga til samgönguúrbóta og hversdagslegra þátta sem tengjast samgöngum.
31.08.2020

Matseðlar fyrir leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar

Matseðlar fyrir leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar eru nú aðgengilegir á vefnum. Frá haustinu 2017 hefur verið sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla. Hægt er að skoða matseðlana með því að smella hér.
28.08.2020

Framkvæmdir við gerð ofanflóðavarna við Lambeyrará á Eskifirði

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur f.h. Fjarðabyggðar óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Eskifirði. Framkvæmdin fellst í gerð ofanflóðavarna í og við farveg Lambeyrarár. Skilafrestur á tilboðum er til 8. september nk. Nánari upplýsingar má finna á vef Ríkiskaupa með því að smella hér.
28.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. ágúst

Sex eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn hefur greinst með smit í fjórðungnum frá því 16. ágúst. Fjórtán eru í sóttkví og hefur því fækkað talsvert síðustu daga
27.08.2020

Gangnaboð 2020

Á fundi landbúnaðarnefndar 20. ágúst 2020 var samþykkt eftirfarandi fyrirkomulag gangna í Fjarðabyggð. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fjáreigendur verði gerðir ábyrgir fyrir fjallskilum á því landi sem þeir eiga fjárvon í, samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur. Fjallskilastjóri er Sigurður Baldursson.
24.08.2020

Vegleg bókagjöf til bókasafns Reyðarfjarðar

Á dögunum færði Vigfús Ólafsson bókasafni Reyðarfjarðar veglega gjöf. Um var að ræða 45 fallegar bækur sem Vigfús hefur sjálfur bundið inn. Í bókunum eru upplýsingar um gömul hús á Reyðarfirði.
21.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. ágúst

Beiðnir hafa borist aðgerðastjórn gegnum netmiðla um að kynna í hvaða sveitarfélögum smitaðir dvelja. Slíkar upplýsingar um veikindi eru hinsvegar viðkvæmar persónuupplýsingar í eðli sínu og þarf því að stíga varlega til jarðar. Brýnir almannahagsmunir þurfa að vera til staðar svo birting teljist eðlileg og nauðsynleg.
20.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. ágúst

Sjö eru nú í einangrun á Austurlandi með virkt smit. Þeim hefur því fækkað um einn frá síðustu helgi.
19.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. ágúst

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá því 16. ágúst sl. Þau tíðindi eru afar jákvæð og í besta falli vísbending um að tekist hafi að hægja á eða stöðva þá þróun sem byrjuð var. Of snemmt er þó að fagna sigri. Það hversu hröð þróunin var sýnir enn mikilvægi varkárni okkar í hvívetna, hvar sem við erum stödd hverju sinni.
18.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. ágúst

Sjö virk smit voru sögð á Austurlandi í síðustu fréttatilkynningu aðgerðastjórnar. Síðar var leiðrétt eftir heimilisfangi og bættist þá einn við. Átta eru því í einangrun í fjórðungnum með virk smit. Tuttugu og sex eru í sóttkví.
14.08.2020

Líkamsræktarstöðvarnar opna að nýju

Ákveðið hefur verið að opna að nýju, eftir tímabundna lokun, líkamsræktarstöðvarnar í Neskaupstað, Breiðdal og á Eskifirði, frá og með sunnudeginum 16. ágúst. Líkamsræktin á Reyðarfirði opnar að nýju mánudaginn 17. ágúst. Eftirfarandi takmarkanir verða á opnun stöðvanna.
12.08.2020

Fjarðabyggð tekur við rekstri Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Samningur sveitarfélagsins við Austurríki ehf. um rekstur Skíðamiðstöðvarinnar, rennur út um næstu mánaðarmót. Fjarðabyggð mun þá taka formlega við rekstri skíðasvæðisins en auglýst var eftir tveimur nýjum störfum í vor.
07.08.2020

Síðasta sýningarhelgi Ljósvaka og Splæsa

Nú fer hver að verða síðastur að sjá myndlistarsýningarnar Ljósvaki//Æther og Splæsa//Splice! en nú er síðasta sýningarhelgin að renna í garð.
07.08.2020

Sjávarútvegskólinn 2020

Sjávarútvegsskóla unga fólksins er lokið þetta sumarið. Í sumar var kennt á fimm stöðum á Austurlandi en um er að ræða verkefni sem unnið er í samstarfi vinnuskóla byggðarlaganna, sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi, fyrirtækja tengdum sjávarútvegi auk Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Nemendur skólans á Austurlandi eru á aldrinum 13 til 14 ára.
06.08.2020

Jarðvegsframkvæmdir við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Stefnt er að því að vinnu við þetta stig framkvæmdanna ljúki um 20. ágúst eða áður en skólastarf hefst. Vinnusvæðið verður girt af en framkvæmdirnar eru á vinsælu leiksvæði svo það eru eindregin tilmæli til foreldra að þeir brýni fyrir börnum sínum að fara varlega í nágrenni við vinnusvæðið, þar sem vinnuvélar eru á ferð við svæðið og til og frá því. Af þessum sökum verður ærslabelgurinn ekki í notkun á meðan á framkvæmdum stendur.