Fara í efni
03.11.2020 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. nóvember

Deildu

Athygli er og vakin á að ef við höfum einkenni smits er nú hægt að leita eftir sýnatöku í fjórðungnum gegnum vefinn "heilsuvera.is". Gæta skal að því að í slíkri stöðu erum við í raun komin í sóttkví og þurfum þar af leiðandi að halda okkur fjarri öðrum meðan niðurstöðu úr sýnatöku er beðið. Um allt að sólarhring er að jafnaði að ræða og honum vel varið í ljósi aðstæðna.

Gerum þetta saman.