Fara í efni
06.11.2020 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. nóvember

Deildu

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur fjallað um mikilvægi þess að gætt sé að því að nemendur grunn- og leikskóla, sem skipt er upp í hópa í skólunum, blandist ekki utan skipulagðs skólastarfs. Í því sambandi er áréttað að á opnum leik,- spark- og íþróttvöllum sveitarfélaganna safnist ekki saman börn og ungmenni úr aðskildum hópum í skólastarfi. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 18. nóvember nk. og er biðlað til forráðamanna barna að huga að mikilvægi þess árangurs sem vænst er. Markmiðið er að ná tökum á útbreiðslu veirunnar til að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eða eins nærri því og hægt er miðað við aðstæður.

Förum að sóttvarnarreglum og gerum þetta saman.