Þeir sem ekki treysta sér til þess að gefa lyfið sjálfir geta leitað til dýralæknis sem lyfið sendi eða velja annan dýralækni til inngjafar lyfsins. Dýralæknar: Hákon Hansson, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalsvík og Daníel Haraldsson, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður.
Einnig er heimilt að velja aðra dýralækna til inngjafar á ormalyfi óski eigandinn þess, mikilvægt er að geta nafns og númer dýrsins.
Nánari upplýsingar má fá hjá dýraeftirliti Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða dýraeftirlit@fjardabyggd.is. Einnig bendum við á Facebookarsíðu dýraeftirlits Fjarðabyggðar, Gæludýr í Fjarðabyggð, en þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar ásamt upplýsingum um dýralæknaþjónustu á Austurlandi.