Á næstu dögum hefst vetrarfrí í skólum, frí sem fjölskyldur nota gjarnan til ferðalaga til höfuðborgarinnar eða annarra landshluta. Slíkt kærkomið frí hittir samfélag okkar nú á sérlega viðkvæmum tíma. Því beinir aðgerðastjórn máli sínu sérstaklega til foreldra og forráðamanna og hvetur fjölskyldur til að verja vetrarfríinu heima á Austurlandi og blanda saman inniveru og útivist til hvers konar leikja og virkrar samveru. Aðgerðastjórn á um þetta atriði samvinnu við fjölmenningarlegt skólasamfélagið á Austurlandi og munu skólastjórnendur því senda foreldrum og forráðamönnum barna tilmæli sömu tegundar í gegnum mentor og á nokkrum tungumálum.
Gerum þetta áfram saman.