Aðgerðastjórn ítrekar áskorun sína frá í gær sama efnis og undirstrikar að veiðiferðir, vinnustaðaferðir og fleira því um líkt teljast ekki til brýnna erinda eins og sakir standa. Óskar aðgerðastjórn eftir að þessi tilmæli hennar sem önnur séu virt.
Gerum þetta saman sem fyrr, hvar á landinu sem við búum.