Fara í efni
16.10.2020 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 16. október

Deildu

Aðgerðastjórn hefur orðið þess áskynja að rjúpnaveiðimenn víða að hyggi á ferðir á Austurland til veiða um leið og veiðitímabil hefst. Hún bendir í því sambandi á tilmæli stjórnvalda um að ferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu séu ekki farnar nema af brýnni nauðsyn. Veiðiferðir sem þessar falla ekki þar undir. Aðgerðastjórn hvetur því veiðimenn almennt, miðað við óbreytt ástand, til að taka ekki þá áhættu að fara milli landsvæða í þessum tilgangi.

Höldum áfram að gæta að okkur og gerum það saman.