Leitað er eftir tillögum að nýtingu svæðisins sem miðbæjarsvæði Eskifjarðar. Reiknað er með að núverandi húsnæði við Strandgötu 38 til 42 sé víkjandi (frystihús Eskju). Á svæðinu er meðal annars hægt að gera ráð fyrir útisvæði, torgi, verslun og þjónustu ásamt íbúðabyggð.
Eins og áður sagði er hægt að senda inn tillögur að nýtingu svæðisins á netfangið valur@fjardabyggd.is til 15. desember 2020.
Tillögur verða nýttar við gerð deiliskipulagsins Eskifjörður-Útkaupstaður þar sem íbúar og hagsmunaaðilar hafa áfram möguleika á aðkomu að skipulagsgerðinni.
Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs