Um 1,5 km breitt flekaflóð féll í Hólmgerðarfjalli innan við Oddsskarð í dag þegar sól tók að skína á hlíðarnar. Annað stórt flóð sást í morgun í Harðskafa og fleiri flóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Mikill nýr snjór hefur bæst við síðustu daga í norðlægum áttum og er snjórinn greinilega mjög óstöðugu. Veður hefur gengið mikið niður og ekki er búist við mikilli snjósöfnun til viðbótar en gert er ráð fyrir dimmum éljum fram eftir kvöldi. Í nótt og á morgun, þriðjudag, er spáð úrkomulitlu veðri. Oddsskarðsvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu.
25.01.2021
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum - Ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð
