Fara í efni
02.02.2021 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 2. febrúar

Deildu

Nú þegar bólusettum fjölgar hægt en örugglega hvetur aðgerðastjórn til áframhaldandi varkárni og tillitssemi ALLRA, bæði bólusettra og óbólusettra. Í því sambandi skal sérstaklega benda á tvennt. Annarsvegar að fullt gagn af bólusetningu fæst ekki fyrr en tíu dögum eftir síðari sprautuna af tveimur. Hinsvegar að enn er ekki vitað hvort og í hve miklum mæli bólusettir geta borið smit þó þeir séu sjálfir varðir. Við þurfum því öll sem fyrr að þreyja þorrann og fylgja þeim meginreglum sem við höfum gert fram að þessu, hvort heldur bólusett eða ekki. Höldum áfram að njóta og nýta það góða ástand sem við búum við og tökum engar óþarfa áhættur í leiðinni.