Fara í efni

Fréttir

17.06.2021

Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík

Í dag var ritað undir samstarfssamning Fjarðabyggðar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Undirritunin fór fram í Breiðdalssetri en þar var opun Rannsóknarsetursins fagnað.
16.06.2021

Hátíðahöld á 17. júní færð í Valhöll

Vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn hafa UMF. Austri og Fjarðabyggð ákveðið að hátíðardagskrá vegna 17. júní verði færð inn í Valhöll. Skrúðgangan verður óbreytt, og leggur hún upp frá gamla skólanum kl. 13:00 áleiðis að Valhöll. Á morgun er gert ráð fyrir einhverri vætu og kulda og því var talið heppilegra að gera þessar ráðstafanir.
16.06.2021

Heitavatnslaust á Eskifirði 18. júní

Heitavatnslaust verður í húsum utan við Grjótá á Eskifirði föstudaginn 18. júní vegna vinnu við tengingu á stofnlögn í tengslum við byggingu á brú yfir Lambeyrará. Skrúfað verður fyrir heitavatnið klukkan 09:00 og mun vinna standa yfir fram eftir degi. Áætlað er að verkið taki að minnsta kosti sjö klukkustundir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
15.06.2021

17. júní í Fjarðabyggð

Njóttu þjóðhátíðardagsins á Eskifirði! Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við Ungmennafélagið Austra á Eskifirði. Glæsileg dagskrá verður í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
14.06.2021

Draugahundur í gamla barnaskólanum á Eskifirði

Fimmtudaginn 17. júní verður sýningin "Draugahundur" opnuð í Gamla barnaskólanum á Eskifirði. Sýningin samanstendur af 12 ljósmyndum af Samoyed hundum. Samoyed hundurinn sem líkist draug var upphaflega ræktaður til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum. Sýningin Draugahundur í Gamla Barnaskólanum á Eskifirði er á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga frá 17. júní til og með 25. júlí en einnig samkvæmt samkomulagi við Menningarstofu Fjarðabyggðar.
11.06.2021

Sigurfinnur Líndal Stefánsson ráðinn aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar

Sigurfinnur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar. Sigurfinnur mun hefja störf í haust.
10.06.2021

Tilkynning til íbúa við Lambeyrarbraut

Vegna vinnu við ofanflóðavarnir í Lambeyrará þarf að grafa hluta Botnabrautar í burtu og staðsetja vinnuvélar og tæki á götunni meðfram Lambeyrará. Óskað var eftir því við yfirvöld í Fjarðabyggð að loka fyrir umferð um Botnabraut milli Lambeyrarbrautar og Strandgötu og að umferð verði veitt um hjáleið í Lambeyrarbraut þess í stað og henni breytt í tvístefnugötu á meðan að á framkvæmdum stendur.
09.06.2021

Vatnstruflanir í Neskaupstað

Vegna viðgerðar á vatnsveitu í Neskaupstað verður vatnslaust í Norðfjarðarsveit, á iðnaðarsvæðinu í innbænum og á hafnarsvæðinu milli kl. 11:00 og 16:00 fimmtudaginn 10. júní. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
08.06.2021

Auglýsingasamningur við knattspyrnudeild Leiknis Fjarðabyggð

Á sunnudaginn var ritað undir auglýsinga- og samstarfssamning við Knattspyrnudeild Leiknis Fjarðabyggð. Samningurinn felur í sér að meistaraflokkar Leiknis, munu kenna sig við Fjarðabyggð og kynna nafn og merki sveitarfélagsins með ýmsum hætti í sinni starfsemi.
06.06.2021

Til hamingju með daginn sjómenn!

Fjarðabyggð sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur í tilefni sjómannadagsins.
04.06.2021

Samstarfssamningur við Krabbameinsfélag Austfjarða

Í dag var ritað undir samstarfssamning Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða. Samningurinn felur í sér stuðning Fjarðabyggðar við félagið, og samstarf um lífstílstengdar forvarnir og fræðslu meðal starfsmanna Fjarðabyggðar.
03.06.2021

Nýr Börkur kemur til Neskaupstaðar

Börkur NK 122, nýtt og glæsilegt skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, kemur til hafnar í Neskaupstað í dag. Skipið mun sigla fánum prýtt inn Norðfjörð um hádegisbilið og mun annað skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, sigla til móts við Börk. Þeir bræður munu síðan sigla saman inn til hafnar um klukkan tólf.
03.06.2021

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð 2021

Að venju verður mikið um að vera í tilefni sjómannadagsins í Fjarðabyggð um helgina. Upplýsingar um hátíðardagskrá i Neskaupstað og á Eskifirði má finna hér á heimasíðunni með því að smella hér.
01.06.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 1. júní (2)

Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar og fóru 296 farþegar í land. Af þeim framvísuðu 222 gildum bólusetningarvottorðum. Það er svipað hlutfall og hjá flugfarþegum er fara um Leifsstöð. Óbólusettir virðast því flestir halda sig heima við enn sem komið er.
01.06.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 1. júní

Tveir einstaklingar greindust smitaðir í fjórðungnum í gær, á Vopnafirði líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þeir tilheyra sömu fjölskyldu og höfðu verið í sóttkví frá kvöldi 26. maí. Uppruni smitanna er þekktur og er ekki á Austurlandi heldur tengist ferðum viðkomandi utan svæðisins. Því er ekki talin hætta á að viðkomandi hafi smitað aðra. Aðgerðastjórn notar þó tilefnið og hvetur fólk eins og ávallt til að kynna sér vel gildandi sóttvarnareglur, virða þær í hvívetna og gæta sérlega vel að persónulegum sóttvörnum. Síðast en ekki síst að ef einhver telur sig vera með einkenni að fara þá ekki til vinnu, í skóla eða annars staðar á meðal fólks og vera strax í sambandi við heilsugæslu eða síma 1700 og fá sýnatöku.
01.06.2021

Stjórnvöld auglýsa styrki til orkuskipta

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
31.05.2021

Heimsókn 7. bekkinga í Fjarðabyggð til Mjóafjarðar

Fimmtudaginn 27. maí fóru nemendur úr 7. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.
21.05.2021

Vor í Fjarðabyggð 2021

Sú hefð hefur myndast í Fjarðabyggð undanfarin ár að taka á móti vorinu með umhverfisátaki sem nefnist "Vor í Fjarðabyggð". Hér á heimasíðunni hefur nú verið gert aðgengilegt efni um Vor í Fjarðabyggð 2021. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, og rafræna útgáfu af vorbæklingi sveitarfélagsins.
20.05.2021

Tillaga að friðlýsingu Barðsnessvæðisins

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Barðsnessvæðisins í Fjarðabyggð sem landslagsverndarsvæðis í samræmi við 50. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, sveitarfélagsins Fjarðabyggðar, landeigenda og umhverfis- og auðlindaráðneytisins. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 10. ágúst 2021.
18.05.2021

Ráðningavefur Fjarðabyggðar er kominn í lag

Bilun kom upp í gær í ráðningavef Fjarðabyggðar, sem er að gera það að verkum að ekki var hægt að senda inn umsóknir. Viðgerð á vefnum er nú lokið og vefurinn því aftur farinn að virka. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur ollið.
18.05.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 18. maí

Engin greind COVID smit eru á Austurlandi. Norræna kom í morgun með 72 farþega innanborðs. Af þeim fóru fjórtán í sóttvarnarhús. Tuttugu og einn farþegi hafði dvalið í Færeyjum lengur en 14 daga og þurfti því ekki í sóttkví. Ástæðan er sú að Færeyjar teljast nú til græns lands í COVID skilgreiningu, annað af tveimur. Eðlilega er hitt landið Grænland!
14.05.2021

Grunnskólamót GLÍ á Reyðarfirði á morgun.

Grunnskólamót Glímusambands Íslands fer fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði laugardaginn 15. maí og hefst það kl. 11:30. Á mótinu keppa grunnskólanemar af öllu landinu og verður mikið um að vera.
11.05.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 11. maí

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi.
07.05.2021

Nýtt íþróttahús rís á Reyðarfirði

Í dag var hafist handa við að reisa grindina á nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Vinna við byggingu húsins hefur gengið vel að undanförnu og er verkið á áætlun. Gert er ráð fyrir að byggingu húsins verði lokið í haust.
05.05.2021

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram. Eftir að niðurrekstri staura lauk í febrúar síðastliðnum er nú hafinn niðurrekstur á stálþilsplötum í bakþil bryggjunnar og sjá Kranar ehf. um verkið. Það verk mun klárast á þessu ári ásamt því að steyptar verða undirstöður stormpolla. Unnið er að hönnun lagna á svæðinu í samstarfi við Eskju og Skeljung
04.05.2021

Bætt aðgengi að háskólanámi á Austurlandi

Í dag var greint frá því á vef Mennta- og menningamálaráðuneytisins að frá og með næsta hausti verði boðið upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Reyðarfirði í samvinnu Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri.
03.05.2021

Viljayfirlýsing um byggingu húsnæðis á Fáskrúðsfirði

Á dögunum var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, leigufélagsins Bríetar og verktakafyrirtækisins Og synir/Ofurtólið um samvinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis á Fáskrúðsfirði til leigu.
30.04.2021

Rannsókn á myglu í Breiðablik

Undanfarnar vikur hefur verkfræðistofan EFLA unnið að mælingum í húsnæði Breiðabliks í Neskaupstað vegna grunns um myglu. Niðurstöður mælinganna liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að mygla hefur fundist í einhverjum rýmum í húsinu.
30.04.2021

Framkvæmdir við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað ganga vel

Vinna við ofanflóðamannvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils ganga vel og muna verða unnið áfram að framkvæmdum á svæðinu á næstu vikum.
29.04.2021

Tríóið Hist og á Eskifirði í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Laugardaginn 1. maí heldur tríóið Hist og tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði kl. 20:00. Á tónleikunum leikur sveitin efni af plötum sínum í bland við glænýtt efni í vinnslu. Miðverð er 2000. kr.