Aðgerðstjórn er bjartsýn á að tekist hafi að ná utan um þau smit sem tóku að greinast á Reyðarfirði í síðustu viku. Íbúum er þakkað fyrir mikið þolgæði og samstöðu í þessu verkefni sem okkur hefur tekist afar vel að komast í gegnum. Áfram verður þó fylgst náið með því hvort fleiri smit greinast og mun aðgerðarstjórn senda frá sér tilkynningar eftir þörfum varðandi það.
Atburðir síðustu daga hafa sýnt okkur að við þurfum áfram að vera á varðbergi gagnvart veirunni. Gætum því áfram vel að eigin sóttvörnum og mætum í sýnatöku við minnsta grun um einkenni.