Fara í efni
06.09.2021 Fréttir

Styrkur til F/H/L fyrir góðan árangur

Deildu

Bókun bæjarráðs hljómar svo:

"Bæjarráð Fjarðabyggðar óskar Meistaraflokki kvenna hjá Fjarðabyggð, Hetti og Leikni til hamingju með árangur sinn í 2. deild og að liðið færist upp í 1. deild á næsta ári. Í tilefni af því samþykkir bæjarráð að veita meistarflokknum 250.000 kr. styrk vegna árangursins."

Fjarðabyggð sendir leikmönnum, þjálfurum og aðstandendum F/H/L innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur.