Vegna þessara nýju smita hefur verið ákveðið að allir nemendur í 4. – 10. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar verði beðnir að mæta í sýnitöku á Heilsugæsluna á Reyðarfirði í dag, föstudaginn 17. september , kl. 12 . Aðrir sem hafa einkenni, eða telja sig hafa verið í samskiptum við smitaðan aðila eru einnig hvattir til að mæta í sýnatöku í dag.
Smitrakning vegna þeirra smita sem greinst hafa að undanförnu er enn í gangi. Nánari upplýsingar um skólastarf í Grunnskóla Reyðafjarðar og Lyngholti verða kynntar í ljósi niðurstöðu úr sýnatöku sem fram fer í dag. Tilkynningar verða gefnar út varðandi það um helgina og er fólk hvatt til að fylgjast með tölvupósti og heimasíðu Fjarðabyggðar varðandi það, sem og á vef lögreglu og fésbókarsíðu.
Framundan er helgi og aðgerðastjórn vill hvetja til ítrustu varkárni í ljósi aðstæðna á viðburðum helgarinnar og samkomuhaldi. Fólk er hvatt til að huga vel að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að mæta ekki á fjöldasamkomu ef einkenni gera vart við sig, halda sig þá heima og bóka sýnatöku á heilsuvera.is. Bíða niðurstöðu heima við og fara áfram að öllu með gát, jafnvel þó niðurstaðan reynist neikvæð.