Þegar við nú erum laus við grímuskyldu og fjölda- og nándarmörk, þá ættum við þó hvert og eitt að huga áfram að persónulegum sóttvörnum til frambúðar og halda þannig alls kyns pestum frá eins og hægt er.
Þá minna nýlega greind smit okkur á að við höldum okkur heima ef kvef eða pestareinkenna verður vart. Leitum þá ráðgjafar hjá heilsugæslu um mögulega sýnatöku líkt og áður.
Enn eru takmarkanir á landamærum og enn eru smit að greinast á landinu. Njótum frjálsræðisins en gætum þó að okkur enn um sinn.
Gerum þetta saman.