Fara í efni
27.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 27. apríl

Deildu

Norræna kom í morgun með 98 farþegar. Allir fóru í sýnatöku utan þrjú börn undir bólusetningaaldri. Þrjátíu og einn fóru í sóttvarnarhús á Hallormsstað. Niðurstöðu sýnatöku er að vænta í kvöld eða í fyrramálið.

Aðgerðastjórn vekur athygli á að góð staða nú er ekki trygging fyrir því að sú verði áfram raunin. Blikur eru víða á lofti, bæði innan lands og utan. Við þurfum því að gæta að okkur sem fyrr. Gott er þá að hafa orð skáldsins í huga sem áréttaði mikilvægi þess að vera á verði aftan og framan og allt um kring, þó af öðru tilefni væri.

Með hækkandi sól ættum við að endingu að komast á beinu brautina en munum að enn er spölur eftir. Um samstarfsverkefni er að ræða og með því að gæta að eigin hag hugum við að öðrum. Gerum þetta saman.