Helstu breytingar eru þessar:
- Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
- Sundlaugum er heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sundlaugar opana því skv. auglýstum opnunartíma fimmtudaginn 15. apríl
- Líkamsræktum er heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annara skilyrða. Unnið er að útfærslu opnunar og verður það kynnt um leið og það liggur fyrir.
- Skíðasvæðið í Oddsskarði opnar að nýju og verður heimilt að taka á móti 50% af leyfilegum hámarksfjölda.
- Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum eru heimilar. Íþróttamannvirki Fjarðabyggðar standa hópum því til boða skv. útgefinni æfingatöflu, tímapöntunum eða nánari samkomulagi við forstöðumenn.
- Bókasöfn Fjarðabyggðar verða opin, en ítrustu sóttvarna áfram gætt.
Verði frekari breytingar á þessu reglum verða þær kynntar hér á heimasíðunni og samfélagsmiðlum.