Fara í efni
03.05.2021 Fréttir

Viljayfirlýsing um byggingu húsnæðis á Fáskrúðsfirði

Deildu

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að stuðla að húsnæðisöryggi íbúa í Fjarðabyggð með því að auka framboð íbúða í sveitarfélaginu.

"Það afar ánægjulegt skref að þessi viljayfirlýsing liggi núna fyrir. Aðkoma Fjarðabyggðar að þessu verkefni er fyrst og fremst fólgin í því að tryggja að skipulagðar lóðir verði í boði, í samræmi við þá uppbyggingu sem ráðist verður í." sagði Jón Björn Hákonarson, að lokinni undirritun viljayfirlýsingarinnar.

"Við vitum að þörfin fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis er brýn á Fáskrúðsfirði, eins og víða annarsstaðar í Fjarðabyggð. Við höfum að undanförnu hefur verið að vinna að því að leita leiða til að mæta þessari þörf í samvinnu við byggingaraðila, leigufélög og verktaka, og þetta er gott skref í rétta átt."

Bríet og Og synir vinna nú í sameiningu að því að greina og meta hvar þörfin liggur við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Fáskrúðsfirði.