Það er mat aðgerðastjórnar að hætta á dreifingu smits af þessum sökum sé lítil. Hún hvetur engu að síður verslunareigendur og þjónustuaðila sem fengu til sín gesti frá skipinu, að gæta vel að sprittun og þrifum auk þess að nota tækifærið til að hvetja til áframhaldandi persónubundinna sóttvarna þrátt fyrir rýmri reglur innanlands.
Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og mun senda frá sér frekari tilkynningu ef þess er þörf.