Fara í efni
31.08.2021 Fréttir

Akstur samkvæmt nýju leiðakerfi almenningssamgangna hefst 1. september

Deildu

Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirr vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að sitja saman kerfið, og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur slíks kerfis.

Innleiðing hins nýja kerfis er stórt skref fram á við fyrir sveitarfélagið. Með því er reynt að koma til móts við þarfir samfélagsins og ákall um bættar samgöngur á milli byggðakjar.

Allar nánari upplýsingar um kerfið má finna á vefnum með því að smella hér.