Aðgerðastjórn brýnir fyrir fólki að bóka tíma í sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum. Þá gildir áfram að þeir sem eru með öndunarfæraeinkenni eiga að vera í sambandi við heilsugæslu í gegnum síma, alls ekki mæta á heilsugæslustöðvar ef minnsti grunur leikur á kórónuveirusmiti.
Gerum þetta saman.