Fara í efni
15.11.2021 Fréttir

Allt skólahald fellur niður í Breiðdal og á Stöðvarfirði mánudaginn 15. nóvember

Deildu
Upp hefur komið Covid-19 smit hjá nemanda á miðstigi í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Í samráði við smitrakningateymið var ákveðið að allir nemendur í 1.-6. bekk skólans fari í sóttkví ásamt nokkrum starfsmönnum skólans. Aðrir nemendur og starfsmenn í grunnskólahluta skólans fara í smitgát. Allt skólahald í 1.-10. bekk Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fellur niður mánudaginn 15. nóvember.
Eitt smit greindist til viðbótar á Vopnafirði en viðkomandi var í sóttkví við greiningu og því ekki frekari rakning í kringum það smit.
Aðgerðastjórn vill brýna fyrir íbúum að bóka sér PCR sýnatöku ef einkenna verður vart og halda sig heima á meðan beðið er eftir niðurstöðum.